„Dauðadalur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
'''Dauðadalur''' eða '''Death Valley''' á ensku er eyðimerkurdalur í austur [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Dalurinn hefur að geyma lægsta punkt [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]], 86 metra undir sjávarmáli. Þar hefur einnig mælst hæsti hiti álfunnar; tæpar 57 gráður á [[celsíus]].
 
Dauðadalur er u.þ.b. 225 km langur frá norðri til suðurs og 8-24 km breiður. Hann þekur um 7800 km2 svæði. Dalurinn er á ógreinilegum mörkum milli Stóra[[Lægðin sigdalsinsmikla|Lægðarinnar miklu]] og [[Mojave-eyðimerkurinnar]], milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla.
 
Dauðadalur var þröskuldur í vegi landnema og síðar fannst þar [[hvítagull]] (borax), sem varð til byggðamyndunar tímabundið í dalnum. Landnemarnir gáfu honum nafnið sem nú er. Nú koma þangað helst ferðamenn og vísindamenn. Dalurinn var lýstur þjóðarminnismerki árið 1933 og [[þjóðgarður]]inn var stofnaður 1994. Þjóðgarðurinn [[Death Valley National Park]] samanstendur af aðallega Dauðadal.