Munur á milli breytinga „Kúbudeilan“

Ritvillur
m (Tók aftur breytingar 31.209.138.55 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka)
(Ritvillur)
# Hafbann yrði sett á eyjuna<ref>Huldt, bls. 74.</ref>
 
Kennedy tilkynnti ákvörðun ríkisstjórnarinnar í sjónvarpsútsendingu þann [[22. október]] að [[hafnabannhafbann]] yrði sett á Kúbu og var það löggilt þann [[23. október]]. Bandaríkjamenn gáfu það út að ef Sovétríkin myndu brjóta hafnbannið myndu þeir gera árás. Þann dag stóð heimurinn á öndinni þegar sovésk [[flutningaskip]] nálguðust hafnbannslínuna og allt leit út fyrir að [[þriðja heimsstyrjöldin]] væri við það að hefjast, aldrei hafði veröldin staðið nær ógnun kjarnorkstríðs. Á síðustu stundu ákváðu Sovétmenn að stöðva vopnaflutningsskip sín rétt fyrir utan hafnbannslínuna og afstýrðu með því gífurlegum hörmungum.<ref>Róbert F. Sigurðsson. „Um hvað snerist Kúbudeilan?“</ref>
 
[[26. október|26.]] og [[27. október]] fékk síðan Kennedy bréf frá Krusjef þar sem hann ýjar að lausn. Fyrra bréfið var langt og tilfinningaríkt og þar lagði Krusjef til, að ef Bandaríkin lýstu því opinberlega yfir að þeir myndu tryggja öryggi Kúbu og afléttu hafnbanninu, þá yrðu eldflaugarnar og vopnin tekin niður. Í seinna bréfinu var fyrra tilboðið ítrekað og bætt við að Bandaríkjamenn myndu fjarlægja flaugar sínar sem voru staðsettar við landamæri Tyrklands. En Kennedy vildi ekki samþykkja það vegna þess að honum fannst það vera of mikil pólitísk eftirgjöf.<ref>Huldt, bls. 74-75.</ref>
Óskráður notandi