„Óðinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.70.252 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Ekkert breytingarágrip
Lína 43:
*''[[Gunnlöð]]'', sem einnig er [[Jötunynja]], eignaðist með honum ''[[Bragi|Braga]]''. Samkvæmt Snorra-Eddu virðist sem Óðinn hafi tælt hana til að sofa hjá sér í þrjár nætur fyrir þrjá sopa af [[Skáldskaparmjöður|skáldskaparmiðinum]]. [[Hávamál]] sýna þetta þó öðruvísi, og segja alla þátttakendur hafa verið sátta.
*Með ''[[Jörð (gyðja)|Jörðu]]'' eignaðist Óðinn einn sinn frægasta son, það er ''[[Þór]]''.
*Hin mannlega ''[[Rind]]'' var, óviljug, móðir ''[[Váli|Vála]]'' sem drap Höð fyrir drápið á bróður þeirra beggja.
 
== Nafnsifjar ==
[[Mynd:Odin riding Sleipnir.jpg|thumb|150px|left|Óðinn ríður [[Sleipnir|Sleipni]]]]
[[Nafn]] hans samanstendur af [[liður (málfræði)|liðunum]] óð og inn. Óð merkir [[vit]] og [[sál]], jafnvel [[orka]] og [[lífskraftur]] en -inn merkir dróttinn í þessu tilfelli og merkir Óðinn því dróttinn lífskraftsins. Hann kallar sig mörgum öðrum nöfnum, svo sem Alföður, Valföður, Bölverkur, Síðhöttur, Vegtamur, Grímnir og Herjafaðir.
 
== Æsir eignast skáldamjöðinn ==
Þegar [[æsir]] og [[vanir]] sömdu frið spýttu þeir allir hráka sínum í ker og sköpuðu þannig spakvitran jötun, [[Kvasir]] að nafni. Síðar drápu tveir dvergar Kvasi, blönduðu blóði hans saman við hunang og bjuggu þannig til skáldamjöðinn sem fyllti þrjú stór keröld. Jötunninn [[Suttungur]] rændi af þeim miðinum og faldi hann í fjalli einu. Óðinn fór þangað til að reyna að ná miðinum og skreið inn í fjallið í ormslíki. Þar lá hann í þrjár nætur með dóttur Suttungs sem gætti mjaðarins og fékk hana til að gefa sér þrjá sopa af miðinum. Í hverjum sopa tæmdi hann eitt kerjanna. Hann flaug svo í arnarlíki heim í [[Ásgarður|Ásgarð]] og spýtti þar miðinum í ker. Þannig eignuðust goðin [[Skáldskaparmjöður|skáldskaparmjöðinn]].
 
Á leið sinni til Ásgarðs var Óðinn eltur og náðist næstum því. Lét hann þá spýju ganga aftur af sér til að létta á sér á fluginu og dugði það honum til að sleppa inn í Ásgarð áður en hann væri gripinn. Við þetta er kennt að kalla leirburð (það sem er illa kveðið) ''aftur af Óðni''.