„Fürth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
 
== Söguágrip ==
Sagan segir að [[Karlamagnús]] sjálfur hafi stofnað Fürth árið [[793]]. Hvað sem því líður, þá kemur borgin fyrst við skjöl [[1007]], er [[Hinrik II (HRR)|Hinrik II.]] keisari ritaði. Þar kemur fram að í borginni séu [[kirkja|kirkjur]], [[mylla|myllur]], [[brú|brýr]], [[akur|akrar]] og [[engi]]. Fürth stóð hins vegar ávallt í skugga nágrannaborgarinnar Nürnberg og jafnvel [[Bamberg]], sem liggur aðeins norðar. Fürth nær gjöreyðilagðist í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]] [[1634]]. Þar börðust [[Gústaf Adolf 2.|Gústaf Adolf II.]] konungur Svía og hinn kaþólski [[Wallenstein]] í einni af stórorrustum stríðsins, með þeim afleiðingum að borgin brann gjörsamlega, utan örfárra húsa. [[1685]] fluttu margir [[Frakkland|Frakkar]] og [[Holland|Hollendingar]] inn í borgina. Þar með myndaðist mikill [[iðnaður]], sérstaklega fataiðnaður. [[1792]] verður Fürth prússnesk. Iðnaður jókst enn. Árið [[1808]] var Fürth innlimað í Bæjaraland, eftir að [[Prússland]] beið ósigur fyrir [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]]. Þar með fær Fürth loks borgarréttindi. [[1835]] átti sér sá sögulegi atburður stað að fyrsta [[járnbraut]]arlest Þýskalands keyrði milli Nürnberg og Fürth. Þar með hófst [[iðnbyltingin]] fyrir alvöru í borginni. [[1922]] höfnuðu íbúarnir sameiningu við Nürnberg. Fürth varð því áfram eigin borg. Í [[Heimstyrjöldin síðari|heimstyrjöldinni síðari]] slapp Fürth að mestu leyti við loftárásir. Aðeins 11% borgarinnar brann. Borgin var svo hertekin af bandarískum her. Síðustu hermennirnir yfirgáfu borgina ekki fyrr en [[1992]]. Árið [[1950]] fór íbúafjöldinn yfir 100 þúsund.
 
== Frægustu börn borgarinnar ==