„Flóaáveitan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 5:
 
== Undirbúningur Flóaáveitu ==
Áður fyrr hafði komið fyrir á vetrum, að flóð kom úr Hvítá og niður Brúnastaðaflatir og fór flóðið yfir alt láglendi Flóans og olli tjóni. Bændur höfðu því tekið sig saman og hlaðið varnargarða á suðurbakka árinnar. En sprettan var betri Flóanum eftir þessi flóð og var það þakkað áburðarefnum sem vatnið flytti með sér.
 
Um 40 árum áður en ráðist var í áveituna voru möguleikar á slíkri áveitu rannsakaðir að tilhlutan sýslunefnda í [[Árnessýsla|Árnessýslu]] og [[Rangárvallasýsla|Rangárvallasýslu]]. Voru lengi skiptar skoðanir um hvort nota ætti til áveitunnar vatn úr Hvítá eða Þjórsá. Árið [[1906]] réði [[Búnaðarfélagið]] [[danskan]] [[verkfræðing]] Karl Thalbitzer til að mæla og gera áætlanir um verkið. Hann vann sumurin [[1906]] og [[1910]] að mælingum og komst að þeirri niðurstöðu að bezt mundi að taka Hvítá til áveitu á Flóann, en Þjórsá á [[Skeiðin]] og að landið í Flóanum sem vatn úr Hvítá gæti náðst yfir væri 169,5 km. Hann áætlaði vatnsmagn en það samsvarar því að áveitusvæðið í Flóanum fyltist með 0,32 m djúpu vatni á 32 sólarhringum og gert var ráð fyrir flóðveitu þannig að veitt væri vatni á svæðið í maí og júní. Árin [[1914]] og [[1915]] gerði Jón H. Ísleifsson verkfræðingur mælingar i Flóanum undir yfirumsjón [[Jón Þorláksson|Jóns Þorlákssonar]]. Þá var gerð ný áætlun um áveituna og var miðað við að tala vatn úr Hvítá á [[Brúnastaðaflatir|Brúnastaðaflötum]] og gera þar flóðgátt úr steinsteypu. Landsstjórnin skipaði [[16. febrúar]] [[1916]] nefnd til þess að rannsaka Flóaáveitumálið og var Jón Þorláksson landsverkfræðingur formaður nefndarinnar. Nefnið skilaði skýrslu um málið.