„Flóaáveitan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Flóaáveitan''' er kerfi áveituskurða sem liggja um Flóinn allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þessir skurðir voru grafnir á árunum 1918...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Flóaáveitan''' er kerfi áveituskurða sem liggja um [[Flóinn]] allt frá [[Ölfusá]] í vestri að [[Þjórsá]] í austri. Þessir skurðir voru grafnir á árunum [[1918]] - [[1927]]. Flóaáveitan var stórt mannvirki á sinni tíð, með henni var vatni úr [[Hvítá]] veitt til [[flæðiengi|flæðiengja]] sem voru 12000 hektarar að stærð. Skurðirnir sem voru um 300 km voru að mestu grafnir með handafli en stórvirk grafa var flutt inn til þessa verks og var hún kölluð „Járnbitagrýður" en hún gróf skurði sem voru 11 m breiðir og 5 metra djúpir.
 
Flóaáveitan hafði mikið áhrif á atvinnulíf í Flóanum. Skurðirnir sem voru um 300 km voru að mestu grafnir með handafli og unnu bæði við það bændur á svæðinu og daglaunamenn í sjávarþorpunum [[Eyrarbakki|Eyrarbakka]] og [[Stokkseyri|Stokkseyri]]. Mikil vegagerð hófst svo um Flóann upp úr 1928 sem miðaði að því að fært milli bæja þann hluta ársins sem áveituvatnið væri á. Í kjölfar þess að grasspretta jókst á svæðinu þá var ákveðið að stofna [[mjólkurbú]] og fékkst ríkisstyrkur fyrir 75 % óafturkræfu framlagi til að kosta mjólkurbúsbyggingu á [[Selfoss]]i. Var síðan [[Mjólkurbú Flóamanna]] stofnsett [[5. desember]] [[1929]].
 
 
== Heimildir ==
* [http://www.nat.is/travelguide/floaveitan_ferdavisir.htm Flóaáveitan]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000306885 Páll Lýðsson, Um Bretavinnu til betra lífs – Saga, 1. tölublað (01.01.1984)]