„Gautaskurðurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Gautaskurðurinn''' eða Gautasíki er [[skipaskurður]] og vatnaleið í Suður [[Svíþjóð]], milli [[Vænir|Vænis]] (Vänern) og [[Eystrasalt]]s. Skurðurinn er 182 km langur, þar af eru skipaskurðir 87 km en að öðru leyti liggur leiðin um vötn. Á Gautaskurði eru 58 flóðgáttir og er mesta hæð yfir sjávarmáli er 91,5 m. Skurðurinn var byggður á árunum 1810-32. Hann er lokaður að meðaltali 4 mánuði á ári vegna ísa.
 
Gautaskurðurinn ásamst [[Tröllhettuskurðurinn|Tröllhettuskurðinum]] myndar siglingaleið milli [[Kattegat]] og Eystrasalts um vötnin Vænir (Vänern) og [[Veitur]](Vättern) og árnar [[Gautelfur|Gautelfi]] og [[Motalaá]]. Skurðurinn er ekki fær hafskipum. Það var um 1500 sem fyrst var hugað að siglingaleið milli [[Gautaborg]]ar um smálensku vötnin til [[NörrköpingNorrköping]] en fyrir tíma [[járnbraut]]a var slík flutningaleið mikilvæg og eins var með slíkum skurði hægt að sleppa við [[Eyrarsundstollurinn|Eyrarsundtollinn]] sem [[Danmörk|Danir]] tóku af öllum skipum sem fóru um [[Eyrarsund]]. Með slíkum skurði væri einnig hægt að hnekkja valdi [[Hansakaupmenn|Hansakaupmanna]].
 
== Heimildir ==