„Austurstræti 14“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokkun
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Austurstræti 14''' er hús og lóð í [[miðbæmiðborg Reykjavíkur]]. Árið [[1834]] byggði Ole P.C. Möller verslunarhús þar. Tengdadóttir hans Guðný Möller eignaðist svo húsið og var þar með matsölu. [[Einar Benediktsson]] skáld eignaðist húsið og lóðina og lét rífa húsið árið [[1907]]. Lóðin þótti mjög dýr og var kölluð Gulllóðin. Félag Einars ''The British North Western Syndicate'' byggði tvílyft timburhús á lóðinni árið [[1910]]. Húsið var kallað Syndikatið eftir félaginu. Þar var vefnaðarvöruverslun Th. Thorsteinssonar og fleiri fyrirtæki. Syndikatið brann í [[Miðbæjarbrunanum]] í [[apríl]] [[1915]].
 
Lóðin var óbyggt til ársins [[1928]] en þá lét [[Jón_Þorláksson_(stjórnmálamaður)|Jón Þorláksson]] reisa þar stórhýsi úr [[járnabinding|járnbentri]] [[steinsteypa|steinsteypu]] og var það kjallari og fjórar hæðir auk þaklyftis. Á austurgafli hússins er [[lágmynd]] eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Húsið er teiknað af danska húsameistaranum Gerhard Rönne. Í húsinu var [[lyfta]] en á þeim tíma var ekki lyfta fyrir fólk í öðrum húsum en Eimskipafélagshúsinu.