„Miley Cyrus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 45:
''Hannah Montana'' varð strax vinsæl og gerði Cyrus og unglings-fyrirmynd, samkvæmt The Daily Telegraph. Þættirnir fóru í loftið þann 26. mars 2006 og varð fljótlega einn vinsælasti þátturinn í sögu Disney-stöðvarinnar sem gerði Miley fræga og ríka fyrir vikið. Tímaritið Time segir að ótrúlegur árangur Cyrus sé að hluta vegna hæfileika hennar og að hluta vegna þess að „Disney vissi hvernig átti að nota efniviðinn og mikil margmiðlunaráhrif sín“ og markaðsetja Cyrus og Hönnuh Montana veglega. Cyrus varð að lokum fyrsta manneskjan sem hafði samninga í sjónvarpi, kvikmynd, neytendavörum og tónlist innan Walt Disney fyrirtækisins.
 
[[Mynd:Miley Cyrus 3.jpg|thumb|Cyrus á tónleikum með Jonas Brothers|250px]]
Fyrsta smáskífa Cyrus var „The Best of Both Worlds“, opnunarlag Hönnuh Montana og kom hún út 28. mars 2006. Titill lagsins er "Hannah Montana" en það er jafnframt nafn poppstjörnunnar sem Miley leikur í samnefndum þáttum. Þar sem hún átti önnur lög titluð undir nafni Montana, klæddi Miley sig upp sem persónan þegar hún var að syngja lögin á tónleikum. Fyrsta lag Miley undir hennar eigin nafni var endurútgáfa lags [[James Baskett]]s, ''Zip-a-Dee-Doo-Dah'', sem kom út 4. apríl 2006 á fjórðu plötu DisneyMania. Sem Hannah Montana, var Miley tuttugu sinnum opnunartatriði [[The Ceetah Girls]] í september 2006. Þann 24. október sama ár kom út fyrsti Hannah Montana diskurinn. Af þeim níu lögum sem voru á disknum voru átta sungin undir nafninu Hannah Montana en eitt, sem var dúett, var sungið af Miley „sjálfri“ og föðu hennar. Platan fór í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum. Önnur þáttaröðin af Hönnuh Montana fór í gang 23. apríl 2007 og kláraðist 12. október 2008. Cyrus skrifaði undir fjögurra platna samning við Hollywood Records sem er að hluta til í eigu Disney og þann 26. júní 2007 kom út tvöfaldur diskur. Fyrsti diskurinn innihélt lögin úr annarri þáttaröð Hönnuh Montana en á hin sem hét ''Meet Miley Cyrus'', var fyrsta plata Cyrus undir hennar eigin nafni. Tvöfalda platan náði fyrsta sæti á Billboard 200 og náði þrefaldri platínumsölu . ''Meet Miley Cyrus'' innihélt meðal annars „See You Again“, fyrstu smáskífu Miley undir hennar eigin nafni og fyrsta smellinn hennar á Billboard Top 100 listanum. Haustið 2007 lagði hún af stað í fyrstu tónleikaferðina, The Best of Both Worlds-túrinn, til að kynna ''Meet Miley Cyrus'' og lögin úr Hannah Montana. [[Jonas Brothers]], [[Aly & AJ]] og [[Everlife]] voru upphitunaratriðin hennar og túraði hún frá 17. október 2007 til 31. janúar 2008 og stoppaði bæði í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Kanada]]. Miðarnir seldust upp á örfáum mínútum og fór verðið upp í allt að 2.500 dollara og að meðaltali 214 dollara en í miðasölunni kostuðu þeir 26-65 dollara. Æðinu var líkt við [[Bítlarnir|Bítlana]] og [[Elvis Presley]].