„Fýll“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 23:
Fýllinn er stór sjófugl sem minnir á [[máfuglar|máf]], þéttvaxinn og hálsdigur með langa og mjóa vængi. Hann er hvítleitur á höfði, hálsi og að neðan. Grár að ofan og á yfirvængnum með dökka vængbrodda. Síður gumpur og stél eru grá, undirvængir gráir með dökkum jöðrum. Goggurinn er stuttur og gildur, gráleitur að ofan en gulleitur að neðan með nasirnar í pípum ofan á goggmæni. Þetta einkenni gefur ættbálki fýlsins nafn, fæturnir eru grábleikir. Fýllinn hefur stór áberandi dökk augu. Hann er 45-50 cm að lengd, hann er um 800 gr að þyngd og vænghafið er 102-112 cm.
 
Íslenskir fýlarperrar hafa verið merktir í allmiklum mæli, einkum í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] og Breiðafjarðareyjum og því nokkuð vitað um farhætti þeirra. Þeir eru sjófuglar sem sjást við landið allt árið um kring en halda sig á rúmsjó og sækja mikið að skipum í von um æti. Geta þeir skipt þúsundum við fiskiskip þegar verið er að hífa veiðarfæri eða gera að afla. Fýlar nálgast land á hvaða árstíma sem er en mikill dagamunur er á fjölda þeirra á veturnar. Þá setjast þeir við og við upp á varpstöðvum, en þó aðallega í hálku og við landið sunnanvert. Fýlar baða sig oft í ferskvatni og á sumrin sjást þeir á flugi yfir ám og vötnum langt inni í landi, jafnvel uppi á hálendi. Fýlar eru afar algengir varpfuglar með ströndum, hömrum og nálægt sjó og eyjum allt í kringum landið. Þá er einnig víða að finna í smáklettum og sjávarbökkum og í hömrum og giljum inn til landsins. Varplönd þeirra eru lengst um 50 km frá sjó (miðað við fluglínu eftir ám), við [[Þingvallavatn]] og í [[Emstrur|Emstrum]] vestan Mýrdalsjökuls. Hreiðrið er oftast grunn skál án hreiðurefna en stundum steinvölur og skeljum safnað í skálina. Eggið er aðeins eitt og því er orpið frá seinni hluta maí og fram eftir júni. Auðgreindur frá máfum á einkenndu fluglagi, tekur fáein vængjatök og lætur sig svo svífa á stífum vængjunum. Hann er léttur á sundi en á oft erfitt með að hefja sig á loft, sérstaklega í logni. Hann er þungur til gangs.
 
Fýllinn leita sér ætis bæði á flugi og syndandi, gjarnan kringum fiskiskip í höfnum og við fiskvinnslustöðvar. Aðal fæða hans er [[fiskur]], [[krabbadýr]] og úrgangur frá fiskiskipum.