„Ronald Reagan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 46.22.103.59 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot
mEkkert breytingarágrip
Lína 23:
Þann 30. mars 1981 var Ronald Reagan sýnt [[morðtilræði]] fyrir utan Hilton hótel í [[Washington D.C.]] Auk forsetans særðust þrír menn í árásinni. Árásarmaðurinn [[John Hinckley Jr.]] skaut sex skotum að forsetanum. Eitt skot hæfði fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins James Brady í höfuðið, annað hæfði lögreglumann í bakið og hið þriðja hæfði einn lífvarða forstans. Síðasta skotið endurkastaðist af bíl forsetans og hæfði hann í handlegginn og vinstra lunga. Litlu munaði að verr færi, því skotið staðnæmdist fáeinum sentimetrum frá hjarta hans.
 
Forsetinn náði fljótt fullum bata, sömu leiðissömuleiðis lífvörðurinn og lögreglumaðurinn. Fjölmiðlafulltrúi forsetans, James Brady, var hins vegar bundinn við hjólastól enda alvarlega slasaður. Ásamt konu sinni helgaði Brady krafta sína baráttu gegn ofbeldisverkum þar sem skotvopnum er beitt. Við hann er kennd ''The Brady Campaign'' og ''The Brady Center to Prevent Gun Violence'', sem hafa verið áberandi í þessari baráttu. Í kjölfar árásarinnar vaknaði umræða um nauðsyn hertrar löggjafar gegn óheftri vopnaeign. Reagan lýsti sig þó engu að síður andsnúinn hertri löggjöf gegn skammbyssueign.
 
John Hinckley Jr. var sýknaður af morðákæru, þar sem hann var talinn ósakhæfur vegna geðsýki. Markmið Hinckley með árásinni var að ná athygli leikkonunnar [[Jodie Foster]], en hann hafði talið sér trú um að með því að myrða forseta Bandaríkjanna gæti hann náð ástum hennar. Áður en Reagan varð forseti hafði Hinkckley lagt á ráðin um að myrða [[Jimmy Carter]].