„Alþingiskosningar 2016“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Apollinaire93 (spjall | framlög)
Lína 44:
== Mögulegt kosningabandalag ==
Í mars árið 2015 lagði [[Birgitta Jónsdóttir]] þingmaður Pírata til að stjórnarandstöðuflokkarnir [[Samfylkingin]], [[Björt framtíð]], [[Vinstrihreyfingin - grænt framboð]] og [[Píratar]] myndu mynda með sér kosningabandalag fyrir Alþingiskosningarnar 2017. Bandalagið vildi hún mynda á grundvelli þess að vinna við gerð nýrrar stjórnarskrár yrði lokið og að aðildarviðræður Íslands við [[Evrópusambandið]] færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að þessum aðgerðum loknum yrði boðað til kosninga á ný.<ref>[http://www.visir.is/vill-ad-stjornarandstadan-geri-med-ser-kosningabandalag/article/2015150329818 Vísir.is - Vill að stjórnarandstaðan myndi með sér kosningabandalag]</ref> Í september árið 2015 sagði [[Katrín Jakobsdóttir]] formaður Vinstri Grænna að hún væri áhugasöm um slíkt bandalag en gat ekki svarað til um hvort hún fengist til að leiða slíkt samstarf.<ref>[http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/09/20/katrin-ahugasom-um-kosningabandalag-a-vinstrivaengnum-hanna-birna-vill-ad-konur-njoti-framgangs/ Eyjan.is - Katrín áhugasöm um kosningabandalag á vinstri vængnum - Hanna Birna vill að konur njóti framgangs]</ref> [[Róbert Marshall]] þingmaður Bjartrar Framtíðar viðraði þá hugmynd í desember 2015 að stjórnarandstaðan myndaði með sér kosningabandalag með Katrínu Jakobsdóttur í forystu.<ref>[http://www.visir.is/vill-kosningabandalag-med-katrinu-i-brunni/article/2015151219362 Vísir.is - Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni]</ref> [[Árni Páll Árnason]] formaður Samfylkingarinnar hefur þá sagt að það sé siðferðisleg skylda stjórnarandstöðunnar að reyna að mynda ríkisstjórn eftir kosningar.<ref>[http://kjarninn.is/frettir/2015-12-27-arni-pall-stjornarandstodunni-ber-sidferdisleg-skylda-ad-reyna-myndun-rikisstjornar/ Kjarninn.is - Árni Páll: Andstöðunni ber siðferðisleg skylda að reyna myndun ríkisstjórnar]</ref>
 
Tæpum tveim vikum fyrir kosningar buðu Píratar Vinstri grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Viðreisn að hefja formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. <ref>[http://www.ruv.is/frett/piratar-bjoda-til-vidraedna-um-stjornarsamstarf Píratar bjóða til viðræðna um stjórnarsamstarf] Rúv. Skoðað 17.okt, 2016.</ref> Samfylking og VG tóku betur í hugmyndina en Björt framtíð og Viðreisn. <ref>[http://www.ruv.is/frett/gaetu-viljad-fa-skyrar-linur Gætu viljað fá skýrar línur] Rúv, skoðað 17. okt, 2016.</ref>
 
== Úrslit Alþingiskosninga 2013 ==