„Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Comp.arch (spjall | framlög)
m Comp.arch færði Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: ndash (ekki hyphen) og svo mdash yfir í ndash í texta greinar.
Comp.arch (spjall | framlög)
mdash yfir í ndash(?) Ekki tengja dagsetn. undant. "þjóðhátíðarárið 1974".. Breytti ekki enn Snið:Lög sem hefur engan(?) annan tilgang en að tengja dagsetningar.. Að tengja var regla á ensku WP, sem var afnumin.
Lína 1:
[[Mynd:Landsbokasafn vetur 2012.JPG|thumb|Þjóðarbókhlaðan að vetri til.]]
'''Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn''' hefur það tvíþætta hlutverk að vera [[þjóðbókasafn]] [[Ísland]]s, sem þaulsafnar útgefnu íslensku prentefni og hljóðritum, og [[háskólabókasafn]], en safnið á stærsta safn [[fræðirit]]a á landinu. Safnið er [[bókasafn]] Háskóla Íslands og því er þjónusta þess við skólann skilgreind með sérstökum samningi.<ref>{{vefheimild|titill=Samstarfssamningur Háskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns|url=http://landsbokasafn.is/uploads/samningar/Samningur_vid_HI.pdf|mánuðurskoðað=7. apríl|árskoðað=2014}}</ref> Þess utan er safnið öllum opið. Forstöðumaður safnsins hefur titilinn [[Landsbókavörður Íslands|landsbókavörður]].
 
Safnið var opnað [[1. desember]] [[1994]] eftir sameiningu [[Landsbókasafn Íslands|Landsbókasafns Íslands]] og [[Háskóli Íslands|Háskólabókasafns]] í Þjóðarbókhlöðunni sem stendur á [[Melarnir|Melunum]] í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]] nálægt [[Hringbraut]].
 
Safnkosturinn er um milljón titlar af ýmsu tagi sem skiptist í nokkur söfn: þeirra á meðal eru þjóðbókasafnið, [[handrit]] og sérsöfn einstaklinga sem aðeins er hægt að skoða á sérstökum lestrarsal á fyrstu hæð í Þjóðarbókhlöðu, tón- og myndsafn safnar [[íslensk tónlist|íslenskri tónlist]] sem hægt er að hlusta á á efstu hæð, og dagblöð og tímarit er hægt að lesa á þriðju hæð. Stærstan hluti fræðirita og bókmenntarita safnsins er hins vegar hægt að skoða í hillum og taka að láni.
Lína 19:
 
=== Bygging hússins ===
Árið 1977 komst skriður á málið þegar ákveðið var að verja hluta ágóða af sölu [[þjóðhátíðarmynt]]ar til byggingar þjóðarbókhlöðu. Samningar náðust við [[Reykjavíkurborg]] um gatnagerð og skipulag Birkimelssvæðisins og var meðal annars gert ráð fyrir því að færa [[Melavöllur|Melavöllinn]] um set tímabundið, en áætlað var að hann hyrfi á brott þegar húsið yrði tekið í notkun. [[Vilhjálmur Hjálmarsson]], menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustungu að húsinu [[28. janúar]] [[1978]]. Eftir það var tekinn grunnur og steyptir sökklar og neðsta gólfplatan. Næstu ár var unnið að uppsteypu hússins og [[Vigdís Finnbogadóttir]] lagði [[hornsteinn|hornstein]] að því [[23. september]] 1981. 1983 var húsið nánast fullsteypt. Það ár komu til landsins sérsmíðaðir [[ál]]skildir sem klæða það að utan.
 
Þótt húsið væri nú nánast fullbyggt var ljóst að töluvert fé vantaði upp á til að ljúka við frágang að innan og utan. Framkvæmdafé var enn skorið niður en 1986 var ákveðið að hluti [[eignaskattur|eignaskatts]] skyldi renna til byggingarinnar árin 1987-19891987–89. Þetta var kallað „þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu“ en einn af forvígismönnum þess var [[Sverrir Hermannsson]] menntamálaráðherra. Raunin varð hins vegar sú að einungis lítill hluti af eignaskattsaukanum rann til byggingarinnar. Samt var það stóraukið fjármagn miðað við fyrri ár. Steininn tók svo úr 1989 þegar ríkisstjórnin samþykkti að helmingur framkvæmdafjár næsta árs skyldi koma frá [[Happdrætti Háskóla Íslands]]. Háskólinn mótmælti þessari ráðstöfun á sjálfsaflafé skólans harðlega.
 
=== Opnun Þjóðarbókhlöðu ===
[[Viðeyjarstjórnin]] ákvað 1991 að setja stóraukið fjármagn í síðustu áfangana til að verkinu lyki á tilsettum tíma sem var áætlað árið 1994. 1991-19941991–94 var unnið hörðum höndum að frágangi hússins að innan. 1. desember 1994, á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins, var byggingin loks vígð og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn tók formlega til starfa. Fyrsti [[landsbókavörður]] hins nýstofnaða safns var skipaður Einar Sigurðsson fyrrum háskólabókavörður. Í aðdraganda opnunarinnar var talsvert rætt um að hinu nýja bókasafni væri þröngt skorinn stakkur varðandi rekstur og ætlaðir opnunartímar voru ekki í samræmi við það sem háskólanemar vildu helst. Nemendur hrundu því af stað söfnunarátaki til að safna rekstrarfé fyrir hið nýja safn. Þannig söfnuðust yfir 22 milljónir króna sem safnið fékk að gjöf við opnunina.
 
Við opnun safnsins nam heildarbyggingarkostnaður á þáverandi verðlagi 2,5 milljörðum króna. Yfir helmingur af því fé kom til síðustu fjögur ár byggingartímans. Mikið var rætt um hinn langa byggingatíma og var Þjóðarbókhlaðan borin saman við [[Kringlan|Kringluna]] sem opnaði 1987 eftir aðeins þriggja ára framkvæmdir. Var þetta tekið sem dæmi um seinagang í opinberum framkvæmdum.
Lína 36:
 
== Þjóðarbókhlaðan ==
 
Höfuðstöðvar bókasafnsins eru í Þjóðarbókhlöðunni sem er 13.000 fermetra bygging sem stendur á [[Birkimelur|Birkimel]] í [[Vesturbær Reykjavíkur|Vesturbæ Reykjavíkur]]. Húsið er fjögurra hæða hátt og mjög áberandi þar sem það stendur nálægt [[Hringbraut]]. Efstu tvær hæðirnar eru klæddar með rauðum [[ál]]skjöldum sem voru sérsmíðaðir í [[Japan]].
 
Lína 45 ⟶ 44:
 
== Tenglar ==
{{commonscat|National and University Library of Iceland|Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni}}
* [http://www.landsbokasafn.is/ Vefsíða safnsins]
* [http://www.althingi.is/altext/139/s/1943.html Lög um Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn] {{lög|142|28. september|2011}}