„Deng Xiaoping“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
HakanIST (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 217.171.220.251 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
eg breytti ymsu
Lína 2:
 
[[Mynd:DengXiaoping.jpg|thumb|250px| Deng Xiaoping (邓小平) árið 1979. Hann var einn merkilegasti stjórnmálamaður á síðari hluta 20. aldar. Hann er yfirleitt talinn hafa lagt grunn að gríðarlegri efnahagsframþróun Kína síðast liðin þrjátíu ár. Þessi mikli hagvöxtur hefur breytt lífskjörum hundruða milljóna Kínverja til betri vegar.]]
== hæ þessi api er frábær yeee boiii ==
'''Deng Xiaoping''' {{Audio|zh-Deng_Xiaoping.ogg|hlusta}} ([[22. ágúst]] [[1904]] – [[19. febrúar]] [[1997]]) (eða Teng Hsiao-p'ing) var kínverskur leiðtogi og stjórnmálamaður, kenningasmiður og stjórnarerindreki.<ref>Yahuda (1993): 551-72.</ref> Sem leiðtogi Kommúnistaflokksins í [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]] var Deng siðbótarmaður sem leiddi Kína í átt að markaðshagkerfi. Þrátt fyrir að hafa aldrei gegnt formlegu embætti sem þjóðhöfðingi eða leiðtogi ríkisstjórnar Kína þá var hann engu að síður talinn meginleiðtogi [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|„annarrar valdakynslóðar“]] Alþýðulýðveldisins Kína frá 1978 til 1990.
 
Deng fæddist í Guang'an, Sichuan héraði þann 22. ágúst 1904. Hann dvaldi við nám og störf í Frakklandi á árunum 1920 – 1925 og kynntist þar [[Marxismi|marxisma]]. Þar kekk hann liðs við Kommúnistaflokk Kína árið 1923. Þegar hann sneri aftur til Kína starfaði hann sem stjórnmálaerindreki á dreifbýlli svæðum Kína. Hann hófst hratt til hárra metorða innan Kommúnistaflokks Kína. Varð aðalritari flokksforystunnar þegar „Gangan mikla“ hófst og því talinn til „byltingahetja göngunnar“.<ref>{{cite web|url=http://books.google.ca/books?id=LUcNg8xYHtEC&pg=PA131&lpg=PA131&dq=#v=onepage&q=&f=false |title=„China's leaders“ |publisher=Books.google.ca |mánuðurskoðað = 12. maí |árskoðað = 2010}}</ref> Hann varð einn æðsti yfirmaður hersins í stríðinu við Japani og í borgarastríðinu stýrði hann helmingi alls herafla kommúnista.<ref>Chang og Halliday (2007): 673-674.</ref> Hann tók sæti miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína 1945. Eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949 vann Deng í Tíbet og í Suðvestur-Kína til að treysta yfirráð kommúnista þar. Hann var kallaður til starfa til Beijing sem varaforsætisráðherra (1952) þar sem frami hann reis hratt. Hann gekk til liðs við framkvæmdanefnd Miðstjórnarinnar árið 1956. Hann ásamt Liu Shaoqi gegndi lykilhlutverki í efnahagslegri endurreisn Kína eftir „stóra stökkið“ á sjötta áratugnum. Efnahagsstefna hans var talinn andstæð pólitískri hugmyndafræði Mao Zedong formanns. Vegna þessa lenti hann tvívegis í „hreinsunum“ menningarbyltingarinnar. Í fyrra skiptið (1966) var hann sendur til endurhæfingarstarfa í dráttarvélaverksmiðju. Árið 1973 var hann síðan kallaður aftur til starfa með Zhou Enlai sem varaforsætisráðherra. Í veikindum Zhou tók Deng við að innleiða kennisetningar Zhou um nútímavæðingu. Eftir dauða Zhou Enlai 1976 féll Deng aftur í ónáð og lenti í „flokkshreinsunum“. En enn reis Deng til valda 1977 í sitt fyrra embætti sem varaforsætisráðherra og að auki varaformaður flokksins. Hann heimsótti Bandaríkin árið 1979 til að leita nánari tengsla. Deng styrkti valdastöðu sína 1981 þegar hann skipti andstæðingnum Hua Guofeng flokksformanni út fyrir liðsmann sinn.
 
Þrátt fyrir að hafa aldrei gengt formlegu hæstu embættum sem þjóðhöfðingi, leiðtogi ríkisstjórnar eða aðalritari kommúnistaflokksins í Kína er Deng engu að síður talinn meginleiðtogi [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|„annarrar valdakynslóðar“]] Alþýðulýðveldisins Kína sem tók við eftir Mao Zedong. Hann tók við Kína í sárum þar sem félagskerfi og stofnanir höfðu verið brotnar niður í menningarbyltingunni og öðrum stjórnmálaátökum Mao tímabilsins.
 
Deng var höfundur nýrra áherslna í kínverskum sósíalisma, þar sem efnahagslegar umbætur byggðu á kennismíð um „sósíalískan markaðsbúskap“. Hann opnaði Kína fyrir erlendum fjárfestingum, ruddi braut landsins fyrir þátttöku á heimsmarkaði og heimilaði starfsemi einkafyrirtækja á samkeppnismarkaði. Hann er yfirleitt talinn hafa lagt grunn að gríðarlegri efnahagsframþróun Kína síðast liðin þrjátíu ár. Þessi mikli hagvöxtur hefur breytt lífskjörum hundraða milljóna Kínverja til betri vegar.<ref>{{cite web|url=http://books.google.ca/books?id=mDS0GW7FH_0C&pg=PA179&dq=#v=onepage&q=&f=false |title=China in the Era of Deng Xiaoping |publisher=Books.google.ca |mánuðurskoðað=13. maí |árskoðað = 2010}}</ref>
En þrátt fyrir að hafa losað um ríkishöft og eftirlit krafðist hann þess að flokkurinn hefði tögl og haldir í stjórnsýslu og stjórnmálum landsins. Hann studdi til að mynda notkun hervalds til að stöðva mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
 
Deng kvaddi flokkstarfið formlega árið 1989 og tilnefndi [[Jiang Zemin]] sem eftirmann sinn. Á síðustu æviárunum þjáður af Parkinsonsveiki, gat hann varla að fylgst með málefnum ríkisins. Hann taldist engu að síður til æðsta leiðtoga Kína fram á síðasta dag 19. febrúar 1997.
[[Mynd:Student Deng Xiaoping in France.jpg|thumb |right|180px| Deng Xiaoping á námsárum í Frakklandi.]]
 
== Æskuár ==
=== Barnæska í Sichuan (1904―1920) ===
Deng Xiaoping (á einfaldaðri kínversku: 邓 先 圣; hefðbundin kínverska: 邓 先 圣), fæddist þann 22. ágúst 1904, í þorpinu Paifang (牌坊村) Xiexin bænum (协 兴镇) í Guang sýslu Sichuan héraðs, sem er um 160 km. frá Chongqing borg. Rætur hans má rekja aftur til Meixian. Upphaflega bar hann nafnið Xixi (希贤). Deng er föðurnafn hans.
 
Faðir hans, bóndinn Deng Wenming, bjó á eignarlandi sem tryggði Deng fjölskyldunni ágæt lífskjör.
 
Að loknu námi í Guang sýslu fór Deng fjórtán ára gamall til frænda síns Deng Shaosheng sem var þremur árum eldri, í skóla í Chongqing borg, sem kenna frönsku og undirbjó nemendur fyrir frekara nám í Frakklandi. Ekki er vitað hvað varð til þess að drengirnir frá svo afskekktu þorpi fóru til náms í alþjóðlegum skóla. Deng (enn sem Xixia) dvaldi ári í skólanum, þar sem hann lærði meðal annars frönsku. Sumarið 1920 bauðst honum að loknum inntökuprófum að fara í námsferð fyrir kínverska nemendur með skipi til Frakklands.<ref>New China News Agency, Communist Party Literature & Document Office of China and A.S.M.: „The life of Deng Xiaoping“ Sjá vefheimild.</ref> Faðir Deng spurði soninn sem var yngstur í ferðinni, hvað hann vonast til að læra í Frakklandi. Hann endurtók þá orð kennara síns: „Að sækja þekkingu og sannleika Vesturlanda til bjargar Kína.“ Deng Xiaoping hafði verið kennt að Kína væri veikt og fátækt ríki og til bjargar landinu yrðu Kínverjar að koma á vestræni menntun nútímans.<ref>Stewart, Whitney, Deng Xiaoping: Leader in a Changing China, 2001|mánuðurskoðað=13. maí |árskoðað = 2010}}.</ref>
 
Deng ferðaðist með frænda sínum Shaosheng, á bát niður Yangtze á til Shanghai borgar, steig hann á skipsfjöl með 80 öðrum kínverskum skólafélögum og sigldi til Frakklands. Þeir komu til hafnar í Marseilles borg í nóvember sama ár.
 
=== Nám og störf í Frakklandi (1920 ― 1926) ===
 
[[Mynd:Deng02.jpg|left|thumb|right|250px| Í námsferð frá Kína. Deng Xiaoping er þriðji frá hægri í fremstu röð. Í Frakklandi 1920 – 1925 kynntist hann [[Marxismi|marxisma]] líkt og margir aðrir byltingarmenn Asíu (Ho Chi Minh, Zhou Enlai, og Pol Pot).]]
 
Í október 1920 kom skipið í höfn í Marseille. Ferðin var ekki eins og til hennar hafði verið stofnað í fyrstu, enda ferðafé af skornum skammti. Deng Xiaoping nam einungis í skamman tíma í gagnfræðiskóla í Bayeux og Chatillon en síðan varði hann mestum tíma í Frakklandi við vinnu. Fyrst í járn- og stálverksmiðju í Le Creusot í Mið-Frakklandi, síðar var hann vélamaður í Renault verksmiðjum í Billancourt úthverfi Parísar, þá sem slökkviliðsmaður á járnbraut og við eldhúshjálp í veitingahúsum. Hann rétt skrimti við lítil kjör og bágborið vinnuöruggi. Seinna sagði Deng að þar hefði hann fyrst kynnst svartnætti hins kapítalíska samfélags.
 
Í Frakklandi komst Deng í kynni við aðra kínverska innflytjendur. Fyrir hvatningu eldi félaga (meðal annars Zhao Shiyan og Zhou Enlai) nam Deng marxisma og vann að pólitískum áróðri. Októberbyltingin Í Rússlandi var í algleymingi. Árið 1921 gekk hann til liðs við Æskulýðshreyfingu kínverska kommúnista í Evrópu. Á seinni hluta ársins 1924 gekk Deng formlega til liðs við Kínverska kommúnistaflokkinn, sem stofnaður hafði verið nokkrum árum fyrr með stuðningi frá Sovétríkjunum. Deng varð leiðandi innan æskulýðshreyfingarinnar flokksins í Evrópu. Hann skrifaði meðal annars pólitískar greinar í „Rauða ljósið“ en það var tímarit sem gefið af kínverskum kommúnistum í Frakklandi. Þessi fyrstu skrif Deng byggja á róttækri hugmyndafræði þar sem kommúnísk bylting er talin lausn á vandamálum í Kína.
[[Mynd:Jin weiying.jpg|right|thumb|180px| Jin Weiying, önnur eiginkona Deng Xiaoping, yfirgaf eiginmanninn þegar hann sætti pólitískum árásum árið 1933.]]
 
=== Í Sovétríkjunum (1926 ― 1927) ===
Árið 1926 ferðaðist Deng Xiaoping til Sovétríkjanna og stundaði næstu ellefu mánuði nám aðallega við Moskvu Sun Yat-sen háskólann sem Þriðju alþjóðasamtök kommúnista (Komintern) ráku fyrir kínverska byltingarsinna. Þar lærði hann rússnesku, heimspeki, stjórnmálahagsfræði og Lenínisma. Þar var hann m.a. bekkjarfélagi Chiang Ching-kuo sem var sonur Chiang Kai Shek og síðar forsætisráðherra Taiwan (1972 -1978).<ref>{{cite web|url= http://www.timeshighereducation.co.uk/story.asp?storyCode=167965&sectioncode=22 |title= Exiled son who saved the state|publisher= TSL Education Ltd |mánuðurskoðað=18. maí |árskoðað = 2010}}</ref>
 
Í Frakklandi komst Deng í kynni við aðra kínverska innflytjendur. Fyrir hvatningu eldi félaga (meðal annars Zhao Shiyan og Zhou Enlai) nam Deng marxisma og vann að pólitískum áróðri. Októberbyltingin Í Rússlandi var í algleymingi. Árið 1921 gekk hann til liðs við Æskulýðshreyfingu kínverska kommúnista í Evrópu. Á seinni hluta ársins 1924 gekk Deng formlega til liðs við Kínverska kommúnistaflokkinn, sem stofnaður hafði verið nokkrum árum fyrr með stuðningi frá Sovétríkjunum. Deng varð leiðandi innan æskulýðshreyfingarinnar flokksins í Evrópu. Hann skrifaði meðal annars pólitískar greinar í „Rauða ljósið“ en það var tímarit sem gefið af kínverskum kommúnistum í Frakklandi. Þessi fyrstu skrif Deng byggja á róttækri hugmyndafræði þar sem kommúnísk bylting er talin lausn á vandamálum í Kína.eníns.
=== Heimkoma til Kína (1927) ===
Feng Yuexiang sem var foringi í her kínverskra þjóðernissinna í Norðvestur Kína, kom til Moskvu og leitaði liðsinnis Sovétríkjanna í gegnum Alþjóðasamtök kommúnista (Komintern) til ráðningar Kínverja í her sinn. Á þeim tíma studdu Sovétríkin bandalag kínverska kommúnista við þjóðernissinna í Kuomintang flokknum sem Sun Yat-sen hafði stofnað. Hann var þó ekki kommúnisti en nýtti skipulag ættað úr kennisetningum Leníns.
 
Deng Xiaoping varð fyrir valinu og fór með Feng Yuexiang. Eftir átta ára dvöl erlendis og strangt ferðalag yfir eyðimerkur Mongólíu kom hann loks til heimalandsins vorið 1927.