„Skaftáreldar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
snyrt
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
'''Skaftáreldar''' er heiti [[eldgos]]s sem hófst á [[Hvítasunna|hvítasunnudag]], [[8. júní]] árið [[1783]], í [[Lakagígar|Lakagígum]] í [[Vestur-Skaftafellssýsla|Vestur-Skaftafellssýslu]], og stóð fram í febrúar [[1784]]. Í Skaftáreldum varð mesta [[hraun]]rennsli í einu gosi á jörðinni á síðasta árþúsundi og er heildarrúmál hraunsins um 12-14 km³ og flatarmál þess 580 km².
 
Gosinu fylgdu [[Eldfjallaaska|aska]] og eiturefni sem barst um landið. Mikil gosmóða, rík af [[brennisteinn|brennisteinssamböndum]], barst út í [[gufuhvolf]]ið og varð hennar vart um allt [[norðurhvel]] [[jörðin|jarðar]]. Veturinn á eftir var harður um alla Evrópu en einkum þó á Íslandi, [[búfé]] féll og hungursneyð ríkti. Hörmungarnar sem fylgdu Skaftáreldum eru kallaðar [[Móðuharðindin]] eftir gosmóðunni. Þær stóðu yfir til ársins [[1785]]. Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið. Já cool litlio fag
 
Í ''[[Eldrit]]i'' sínu lýsir [[Jón Steingrímsson]] (kallaður ''eldklerkur'') eldgosinu og eftirmálum þess á landinu.