„Internetið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 85.220.40.15 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Addbot
Lína 1:
[[Mynd:Internet_map_1024.jpg|thumb|right|Myndræn framsetning á tengingum hluta Internetsins.]]
'''Internetið''' eða '''netið''' (óvíða '''Alnetið''' eða '''Veraldarvefurinn''') er alþjóðlegt kerfi [[tölvunet]]a sem nota [[IP]]-samskiptastaðalinn til að tengja saman [[tölva|tölvur]] um allan heim og myndar þannig undirstöðu undir ýmsar [[netþjónusta|netþjónustur]], eins og [[veraldarvefurinn|veraldarvefinn]], [[tölvupóstur|tölvupóst]] og fleira. Í daglegu tali er því oft ruglað saman við veraldarvefinn, en hann er bara ein þjónusta af mörgum sem hægt er að nálgast á Internetinu.
 
Internetið hefur orðið vettvangur fyrir alls kyns nýja [[samskipti|samskiptatækni]] (stundum kallaðir [[nýmiðill|nýmiðlar]]) og hefur haft mikil áhrif á eldri samskiptatækni. Í sumum tilvikum hefur Internetið nánast útrýmt eldri samskiptatækni, eins og t.d. [[póstur|póstsendingum]] [[bréf]]a. [[Fjölmiðill|Fjölmiðlun]] fer nú í auknum mæli fram á Internetinu, samhliða [[ljósvaki|ljósvakamiðlum]] og [[dagblað|prentmiðlum]].