Munur á milli breytinga „Íran“

1.249 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
m
 
Einu stóru [[slétta|slétturnar]] er að finna við strönd Kaspíahafs og norðurströnd Persaflóa þar sem landamæri Írans og Íraks liggja við ána [[Arvand Rood]]. Minni sléttur er að finna við strönd Persaflóa, við [[Hormússund]] og Ómanflóa.
 
=== Dýralíf ===
Mörg stór spendýr finnast í Íran, þar á meðal [[bjarndýr]], [[gasella|gasellur]], [[villisvín]], [[úlfur|úlfa]], [[sjakali|sjakalar]], [[hlébarði|hlébarðar]], [[gaupa|gaupur]] og [[refur|refir]]. Íranskir bændur rækta [[hestur|hesta]], [[kind]]ur, [[geit]]ur, [[vatnabuffall|vatnabuffla]], [[asni|asna]] og [[kameldýr]]. Meðal fugla sem lifa í Íran eru [[fashani|fashanar]], [[lynghæna|lynghænur]], [[storkur|storkar]], [[örn|ernir]] og [[fálki|fálkar]].
 
Eitt frægasta spendýr Írans er [[asíublettatígur]] sem er [[í bráðri útrýmingarhættu]]. Stofninn hrundi eftir írönsku byltinguna 1979. [[Persneskur hlébarði]] er stærsta undirtegund hlébarða og lifir aðallega í norðurhluta landsins. Hann er líka í útrýmingarhættu. Áður lifðu [[asíuljón]] og [[kaspíahafstígur]] í landinu en þeim var útrýmt snemma á 20. öld.
 
Að minnsta kosti 74 tegundir lífvera í Íran eru á [[rauði listi IUCN|rauða lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna]]. Líffræðilegri fjölbreytni landsins er ógnað af iðnaðarþróun og námavinnslu. [[Íransþing]] hefur ítrekað heimilað nýtingu náttúruauðlinda án tillits til áhrifa þess á náttúru og dýralíf.
 
== Tenglar ==
44.009

breytingar