Munur á milli breytinga „Íran“

21 bæti bætt við ,  fyrir 4 árum
m
 
== Landfræði ==
Íran er 18. stærsta land heims, 1.648.195 km² að stærð. Það liggur á milli 24. og 40. breiddargráðu norður og 44. og 64. lengdargráðu austur. Íran á landamæri að [[Aserbaísjan]], [[Armenía|Armeníu]] og útlendunni [[Naxcivan]] í norðvestri, [[Kaspíahaf]]i og [[Túrkmenistan]] í norðri, [[Afganistan]] og [[Pakistan]] í austri og [[Tyrkland]]i og [[Írak]] í vestri. Landið á strönd að [[Persaflói|Persaflóa]] og [[Ómanflói|Ómanflóa]] í suðvestri og suðri.
 
Íran liggur aðallega á [[íranska hásléttan|Írönsku hásléttunni]] nema við Kaspíahaf og í héraðinu [[Khuzestan]] í vestri. Landið er eitt það fjalllendasta í heimi og margir fjallgarðar skipta hásléttunni upp. Flestir þeirra eru í vesturhlutanum sem jafnframt er þéttbýlasti hlutinn. Þar eru [[Kákasusfjöll]], [[Zagrosfjöll]] og [[Alborzfjöll]]. Hæsti tindur Írans er [[Damavandfjall]] sem rís 5610 metra yfir sjávarmáli. Það er jafnframt hæsta fjall [[Evrasía|Evrasíu]] vestan við [[Hindu Kush]].
43.617

breytingar