„Íran“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 35:
 
Íran býr yfir miklum [[Jarðolía|olíuauðlindum]] og á stærstu [[jarðgas|gaslindir]] heims. Olíuiðnaður landsins stendur undir 15% af [[Verg landsframleiðsla|vergri landsframleiðslu]] og 45% af tekjum ríkisins. Landið er stofnaðili að [[Samtök olíuframleiðsluríkja|Samtökum olíuframleiðsluríkja]], [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]] og [[Samtök um íslamska samvinnu|Samtökum um íslamska samvinnu]]. Stjórnarfar landsins er blanda af [[lýðræði]] og [[klerkastjórn]] þar sem æðstiklerkur hefur mikil pólitísk áhrif. Íran er annað fjölmennasta ríki Mið-Austurlanda og 17. fjölmennasta ríki heims með yfir 77 milljónir íbúa. Íran er fjölmenningarríki en [[Persar]] eru rúm 60% þjóðarinnar. Að auki búa þar [[Aserar]], [[Kúrdar]], [[Lúrar]], [[Arabar]], [[Balúkar]] og [[Túrkmenar]]. [[Persneska]] er opinbert tungumál landsins og [[sjía íslam]] er ríkistrú.
 
==Stjórnsýslueiningar==
{{Image label begin|image=Blank-Map-Iran-With-Water-Bodies.PNG|width=450|float=right}}
 
{{Image label small|x=0.300|y=0.260|scale={{{width|450}}}|text=[[Alborz-fylki|Alborz]]}}
{{Image label small|x=0.176|y=0.102|scale={{{width|450}}}|text=[[Ardabil-fylki|Ardabil]]}}
{{Image label small|x=0.327|y=0.704|scale={{{width|450}}}|text=[[Bushehr-fylki|Bushehr]]}}
{{Image label small|x=0.251|y=0.487|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Chaharmahal og Bakhtiari-fylki|Chaharmahal<br>og Bakhtiari]]</center>}}
{{Image label small|x=0.364|y=0.418|scale={{{width|450}}}|text=[[Isfahan-fylki|Isfahan]]}}
{{Image label small|x=0.422|y=0.658|scale={{{width|450}}}|text=[[Fars-fylki|Fars]]}}
{{Image label small|x=0.242|y=0.180|scale={{{width|450}}}|text=[[Gilan-fylki|Gilan]]}}
{{Image label small|x=0.484|y=0.200|scale={{{width|450}}}|text=[[Golestan-fylki|Golestan]]}}
{{Image label small|x=0.176|y=0.311|scale={{{width|450}}}|text=[[Hamadan-fylki|Hamadan]]}}
{{Image label small|x=0.556|y=0.780|scale={{{width|450}}}|text=[[Hormozgan-fylki|Hormozgan]]}}
{{Image label small|x=0.107|y=0.427|scale={{{width|450}}}|text=[[Ilam-fylki|Ilam]]}}
{{Image label small|x=0.620|y=0.620|scale={{{width|450}}}|text=[[Kerman-fylki|Kerman]]}}
{{Image label small|x=0.025|y=0.342|scale={{{width|450}}}|text=[[Kermanshah-fylki|Kermanshah]]}}
{{Image label small|x=0.173|y=0.538|scale={{{width|450}}}|text=[[Khuzestan-fylki|Khuzestan]]}}
{{Image label small|x=0.242|y=0.569|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Kohgiluyeh og Boyer-Ahmad-fylki|Kohgiluyeh og<br>Boyer-Ahmad]]</center>}}
{{Image label small|x=0.100|y=0.271|scale={{{width|450}}}|text=[[Kúrdistan-fylki|Kurdistan]]}}
{{Image label small|x=0.169|y=0.413|scale={{{width|450}}}|text=[[Lúristan-fylki|Luristan]]}}
{{Image label small|x=0.244|y=0.382|scale={{{width|450}}}|text=[[Markazi-fylki|Markazi]]}}
{{Image label small|x=0.360|y=0.238|scale={{{width|450}}}|text=[[Mazandaran-fylki|Mazandaran]]}}
{{Image label small|x=0.241|y=0.240|scale={{{width|450}}}|text=[[Qazvin-fylki|Qazvin]]}}
{{Image label small|x=0.324|y=0.338|scale={{{width|450}}}|text=[[Qom-fylki|Qom]]}}
{{Image label small|x=0.689|y=0.260|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Razavi Khorasan-fylki|Razavi<br>Khorasan]]</center>}}
{{Image label small|x=0.480|y=0.296|scale={{{width|450}}}|text=[[Semnan-fylki|Semnan]]}}
{{Image label small|x=0.802|y=0.740|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Sistan og Baluchestan-fylki|Sistan og<br>Baluchestan ]]</center>}}
{{Image label small|x=0.349|y=0.284|scale={{{width|450}}}|text=[[Tehran-fylki|Tehran]]}}
{{Image label small|x=0.513|y=0.489|scale={{{width|450}}}|text=[[Yazd-fylki|Yazd]]}}
{{Image label small|x=0.180|y=0.210|scale={{{width|450}}}|text=[[Zanjan-fylki|Zanjan]]}}
{{Image label small|x=0.600|y=0.164|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Norður-Khorasan-fylki|Norður-<br>Khorasan]]</center>}}
{{Image label small|x=0.711|y=0.451|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Suður-Khorasan-fylki|Suður-<br>Khorasan]]</center>}}
{{Image label small|x=0.038|y=0.184|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Vestur-Aserbaísjan-fylki|Vestur-<br>Aserbaísjan]]</center>}}
{{Image label small|x=0.087|y=0.122|scale={{{width|450}}}|text=<center>[[Austur-Aserbaísjan-fylki|Austur-<br>Aserbaísjan]]</center>}}
 
{{Image label small|x=0.300|y=0.100|scale={{{width|450}}}|text=[[Kaspíahaf|<b style="color: #48A3B5">Kaspíahaf</b>]]}}
{{Image label small|x=0.325|y=0.850|scale={{{width|450}}}|text=[[Persaflói|<b style="color: #48A3B5">Persaflói</b>]]}}
{{Image label small|x=0.8|y=0.1|scale={{{width|450}}}|text=[[Túrkmenistan|<i style="color: #48A3B5">Túrkmenistan</i>]]}}
{{Image label small|x=0.87|y=0.4|scale={{{width|450}}}|text=[[Afganistan|<i style="color: #48A3B5">Afganistan</i>]]}}
{{Image label small|x=0.90|y=0.66|scale={{{width|450}}}|text=[[Pakistan|<i style="color: #48A3B5">Pakistan</i>]]}}
{{Image label small|x=0.15|y=0.02|scale={{{width|450}}}|text=[[Aserbaísjan|<i style="color: #48A3B5">Aserbaísjan</i>]]}}
{{Image label small|x=0.04|y=0.02|scale={{{width|450}}}|text=[[Armenía|<i style="color: #48A3B5">Armenía</i>]]}}
{{Image label small|x=0.01|y=0.05|scale={{{width|450}}}|text=[[Tyrkland|<i style="color: #48A3B5">T<br>y<br>r<br>k<br>l<br>a<br>n<br>d</i>]]}}
{{Image label small|x=0.05|y=0.5|scale={{{width|450}}}|text=[[Írak|<i style="color: #48A3B5">Írak</i>]]}}
{{Image label small|x=0.1|y=0.66|scale={{{width|450}}}|text=[[Kúveit|<i style="color: #48A3B5">Kúveit</i>]]}}
{{Image label small|x=0.05|y=0.8|scale={{{width|450}}}|text=[[Sádí-Arabía|<i style="color: #48A3B5">Sádí-Arabía</i>]]}}
 
{{Image label end}}
Íran er skipt í fimm landshluta sem aftur skiptast í 31 [[fylki]] (''ostān''). Yfir hverju fylki er skipaður landstjóri (''ostāndār''). Fylkin skiptast í [[sýsla|sýslur]] (''shahrestān'') sem aftur skiptast í umdæmi (''bakhsh'') og undirumdæmi (''dehestān'').
 
Íran er það land í heiminum þar sem [[þéttbýlisvæðing]] er hvað hröðust. Frá 1952 til 2002 óx hlutfall íbúa í þéttbýli úr 27% í 60%. Samkvæmt spá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] munu 80% íbúa búa í þéttbýli árið 2030. Þær borgir sem vaxið hafa hraðast eru [[Teheran]], [[Isfahan]], [[Avaz]] og [[Qom]]. Íbúafjöldi í Teheran er um 8,1 milljón. Borgin er bæði efnahagsleg og stjórnsýsluleg höfuðborg landsins auk þess að vera miðstöð samskipta og fólksflutninga.
 
Önnur stærsta borg Írans er [[Mashhad]] með um 2,7 milljón íbúa. Hún er helg borg meðal sjíamúslima því þar er [[helgidómur Reza]]. Á milli 15 og 20 pílagrímar heimsækja borgina árlega.
 
Þriðja stærsta borgin er [[Isfahan]] með um 1,7 milljón íbúa. Isfahan var höfuðborg Persaveldis [[Safavídar|Safavída]] og átti sitt blómaskeið á 17. og 18. öld. Þar er mikið af sögulegum minjum. Í Isfahan er ein stærsta verslunarmiðstöð heims, [[Isfahan City Center]].
 
Fjórða stærsta borg landsins er iðnaðarborgin [[Karaj]] með um 1,6 milljón íbúa. Borgin stendur við rætur [[Alborzfjöll|Alborzfjalla]]. Þar eru stórar verksmiðjur sem framleiða vefnaðarvöru, sykur, stálvíra og áfengi.
 
[[Tabriz]] er fimmta stærsta borg landsins með um 1,4 milljón íbúa. Borgin var fyrsta höfuðborg Safavída. Tabriz er önnur stærsta iðnaðarborg landsins á eftir Teheran og var önnur fjölmennasta borgin fram undir lok 7. áratugarins.
 
Sjötta stærsta borg Írans er [[Shiraz]] með um 1,4 milljón íbúa. Hún er höfuðborg [[Farsfylki]]s. Hún var höfuðborg landsins á valdatíma [[Zandætt]]ar frá 1750 til 1794. Rústir tveggja helstu borga [[Persaveldi]]s, [[Persepólis]] og [[Pasargadae]] er að finna í nágrenni borgarinnar.
 
== Landfræði ==