„Trúbrot“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 81.25.80.184 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Rotlink
Lína 22:
 
 
'''Trúbrot''' var [[Ísland|íslensk]] [[rokk]]hljómsveit sem var stofnuð af nokkrum meðlimum hljómsveitanna [[Hljómar|Hljóma]] og [[Flowers]] árið 1969. Upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar voru [[Gunnar Þórðarson]], [[Rúnar Júlíusson]] og [[Shady Owens]] úr Hljómum og [[Karl Sighvatsson]] og [[Gunnar Jökull Hákonarson]] úr Flowers. Hljómsveitin er aðallega þekkt fyrir [[framsækin tónlist|framsækna rokktónlist]] og [[sýrurokk]]. [[Árni Johnsen]] átti hugmyndina að nafni hljómsveitarinnar.
 
1970 hættu bæði Shady og Karl í hljómsveitinni og [[Magnús Kjartansson (tónlistarmaður)|Magnús Kjartansson]] tók við á hljómborð. Stuttu síðar hætti Gunnar Jökull og [[Ólafur Garðarsson]] tók við trommuleik. Meðlimir Trúbrots flugu til Kaupmannahafnar 7. október 1970 til að leika í dönskum klúbbum í hálfan mánuð, áður en stefnan var sett á Wifoss-stúdíóið þar sem Philip Wifoss hljóðritaði Undir áhrifum og notaði til þess nýja 10 rása upptökuvél sem þótti mikið undur. Þegar platan kom á markað í nóvember sama ár var henni hælt á hvert reipi. Hún þótti framsækin, metnaðarfull og textarnir, sem voru flestallir á ensku, þrungnir þjóðfélagslegum skírskotunum. Því var haldið fram að Undir áhrifum ætti fullt erindi á alþjóðamarkað. Þrátt fyrir góðar viðtökur gagnrýnenda voru kaupendur á öðru máli og stóð platan engan vegin undir væntingum þeirra.