„Enska biskupakirkjan“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Viðbætur: Heimildir og tölur
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
[[Messa|Messur]] ensku biskupakirkjunnar fara fram á [[enska|ensku]]. Stjórn kirkjunnar er í höndum [[biskup]]a sem eru höfuð [[biskupsdæmi|biskupsdæma]]. Æðsti biskupinn er [[erkibiskupinn í Kantaraborg]] en höfuð kirkjunnar er [[Bretadrottning]]. [[Kirkjuþing ensku biskupakirkjunnar]] setur kirkjunni lög sem [[breska þingið]] verður að samþykkja. Biskupar eru skipaðir af [[forsætisráðherra Bretlands]] (fyrir hönd drottningar) samkvæmt tillögum frá sérstakri nefnd. Konur gátu fyrst orðið [[prestur|prestar]] í ensku biskupakirkjunni árið 1994 en höfðu áður getað orðið [[djákni|djáknar]] frá 1861. [[Libby Lane]] var fyrsta konan sem skipuð var biskup ensku biskupakirkjunnar árið 2015 en fyrsta konan sem fékk biskupsdæmi var [[Rachel Treweek]] skipuð síðar sama ár. [[Hjónaband samkynhneigðra|Gifting samkynhneigðra]] er ekki heimil en biskupar kirkjunnar hafa „blessað“ borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra.
 
Kirkjunni er skipt í tvö höfuðsvæði: [[Kantaraborg]] í suðri og [[Jórvík]] í norðri þar sem erkibiskupar sitja. Alls eru 42 biskupsdæmi um England. 26 biskupar sitja í lávarðadeild [[Breska þingið|breska þingsins]] (e. House of Lords) sem hefur þó takmörkuð völd.<ref>[http://www.evropuvefur.is/svar.php?id=63257 Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?] Evrópuvefurinn. Skoðað, 17. september, 2016.</ref>
 
Kirkjan sér um 16.000 kirkjur og 42 dómkirkjur í landinu.<ref>[http://www.bbc.co.uk/religion/religions/christianity/cofe/cofe_1.shtml Church of England] BBC. Skoðað 17. september, 2016.</ref> Kirkjusókn hefur fallið undir milljón manns (þeir sem sækja kirkju a.m.k. vikulega) eða niður í 760.000 (2015).<ref>[https://www.theguardian.com/world/2016/jan/12/church-of-england-attendance-falls-below-million-first-time Church of England weekly attendance falls below 1m for first time]The Guardian. Skoðað 17. september, 2016.</ref>