„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oursana (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
<onlyinclude>
[[Mynd:Poor_and_rich_in_Thailand_2.jpg|thumb|290x290px|Fátæklegur timburkofi framan við háhýsi í [[Taíland]]i. Hagfræðin fæst meðal annars við þróun lífsgæða og ráðstöfun takmarkaðra auðlinda og gæða.]]
'''Hagfræði''' er [[félagsvísindi|félagsvísindagrein]] sem fæst við það hvernig [[maður|einstaklingar]], [[fyrirtæki]] og [[samfélag|samfélög]] stjórna og ráðstafa takmörkuðum [[aðföngAuðlind|auðlindum]]um <nowiki/>og [[gæði|gæðum]] með það að markmiði að auka velsæld sína. Hagfræðingar rannsaka meðal annars hvernig [[framleiðsla|framleiðendur]] og neytendur skiptast á gæðum og framleiðsluþáttum, hvernig hagrænir hvatar hafa áhrif á ákvarðanatöku, hvernig starfsemi í samfélögum þróast yfir tíma og hvernig [[ríkisvald|yfirvald]] getur haft áhrif á ráðstöfun aðfanga og gæða.
 
Helsta forsenda margra hagfræðilíkana er að einstaklingar hugsi rökrétt og að fyrirtæki hafi það eina markmið að hámarka hagnað. Að þessum forsendum gefnum komast ríkjandi hagfræðikenningar að þeirri niðurstöðu að [[markaður|markaðir]] séu venjulega [[Pareto-hagkvæmni|hagkvæmasta]] leiðin til að stýra efnahagsstarfsemi en að inngrip af hálfu ríkisvalds geti stundum bætt niðurstöðu markaða. [[Hagvöxtur|Hagvöxt]] má auka með auknum sparnaði, hagkvæmni og tækni, og ríkisvald getur, að minnsta kosti til skamms tíma, haft áhrif á hagstærðir á borð við [[verðbólga|verðbólgu]] og [[atvinnuleysi]]. [[Rekstrarhagfræði]] fæst við rannsóknir á einstökum mörkuðum en [[þjóðhagfræði]] á hagkerfum í heild sinni.