„IJsselmeer“: Munur á milli breytinga

m
m (Bot: Flyt 37 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q4121)
 
=== Afsluitdijk ===
[[Mynd:Afsluitdijk - cropped1031.jpg|thumb|Sjávarvarnargarðurinn mikli, Afsluitdijk, er 32 km langur. Á honum er hraðbraut sem tengir Norður-Holland við Frísland.]]
Í lok [[19. öldin|19. aldar]] hóf verkfræðingurinn Cornelius Lely að kanna möguleikann á því að loka Zuiderzee af með varnargarði og komst að því að slíkt væri bæði mögulegt og hagkvæmt. Hins vegar var ekkert gert í nokkra áratugi. En eftir flóðið mikla [[1916]], sem kostaði mörg mannslíf, voru áætlanir hans teknar fram aftur og smíðaðar raunhæfar framkvamdaráætlanir. Vinnan við garðinn hófst [[1927]] og stóð yfir í fimm ár. Í vestri hófst garðurinn við borgina Den Oever í [[Norður-Holland]]i og gekk í nær beinni línu til norðausturs til Fríslands. [[28. maí]] [[1932]] klukkan 13:02 var síðasta hleðslan í garðinum sett í með viðhöfn og þar með lokaðist Zuiderzee af frá sjónum. Garðurinn var þá orðinn 32 km langur og hlaut nafnið Afsluitdijk. Garðurinn var síðan hækkaður og breikkaður í 90 metra. Lagt var á hann hraðbraut. [[20. september]] á sama ári var heitinu formlega breytt úr Zuiderzee í IJsselmeer. Þar með hafði myndast eitt stærsta manngerða stöðuvatn heims sem ekki er uppistöðulón í virkjun. Ýmsar sögufrægar hafnarborgir, eins og Amsterdam og Hoorn, lágu þar með ekki lengur við sjó. Við Afsluitdijk er þó skipalyfta, þannig að skip og bátar geta siglt til hafs.
 
1

breyting