„Eyjabakkar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
bætti myndum.
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Eyjabakkar.jpg|thumb|Horft til upptaka Jökulsár í Fljótsdal frá Eyjabökkum.]]
[[Mynd:Eyjabakkar.mosi.jpg|thumb|Göngufólk við dýjamosavaxinn[[dýjamosi|dýjamosa]]vaxinn læk við Eyjabakka.]]
 
'''Eyjabakkar''' eru gróið [[votlendi]]ssvæði á flata upp af [[Fljótsdalur|Fljótsdal]] og framan við jökulsporð [[Eyjabakkajökull|Eyjabakkajökuls]] í um 640 metra hæð yfir sjávarmáli. [[Jökulsá á Fljótsdal]] kvíslast um svæðið og fellur svo um [[Eyjabakkafoss]] niður í Fljótsdal. Á Eyjabökkum er stórt varpland [[heiðagæs]]a og þar er samfelld gróðurheild sjaldgæft er í svo mikilli hæð yfir sjávarmáli. [[RAMSAR-samþyktin|RAMSAR-samþykktin]] nær nú yfir svæði og er það hluti af [[Vatnajökulsþjóðgarður|Vatnajökulsþjóðgarði]]. Undir lok [[20. öldin|20. aldar]] stóð til að [[Vatnsaflsvirkjun|virkja]] Jökulsá á Fljótsdal í svonefndri [[Fljótsdalsvirkjun]] með stíflu við Eyjabakkafoss sem hefði sökkt Eyjabökkum undir uppistöðulón. Markmið þeirrar framkvæmdar hefði verið að sjá [[álver]]i sem þó stóð til að reisa á vegum [[Norsk Hydro]] við [[Reyðarfjörður|Reyðarfjörð]] fyrir raforku. Framkvæmdin varð mjög umdeild vegna væntanlegra umhverfisáhrifa hennar og ýmis samtök náttúruverndarsinna lýstu yfir harðri andstöðu við virkjunina. Þáverandi [[Umhverfisráðherra Íslands|umhverfisráðherra]], [[Siv Friðleifsdóttir]], neitaði þó að stöðva framkvæmdina og lýsti því yfir að hún væri ekki „bergnumin yfir Eyjabökkum“.<ref name="EkkiBergnumin">{{H-vefur | url = http://www.mbl.is/greinasafn/grein/485001/ | titill = "Er ekki bergnumin yfir Eyjabökkum" | dagsetning = 13. ágúst 1999 | miðill = mbl.is | dags skoðað = 14-03-2013}}</ref>