„Lónsöræfi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Söguágrip: viðbót.
smá lagfæring
Lína 16:
Jarðmyndanir eru 5-7 milljón ára en þær yngstu eru frá ísöld. Brött fjöll, gljúfur, gil og fossar eru víða. Nokkrar fornar megineldstöðvar voru á svæði Lónsöræfa og er talsvert af [[líparít]]i þar sem ber keim af því. Nokkuð er af [[stuðlaberg]]i á svæðinu. Í Tröllakrókum eru hrikalegir og sorfnir drangar meðfram þverhníptum hömrum.
 
Víða eru tindar yfir 1000 metra. Þar má nefna Sauðhamarstind (1319 m.) and, Jökulgilstinda (1313 m.), Hnappadalstind (1210 m) og svo rísa tindar í Vatnajökli eins og Grendill (1570 m). Af skriðjöklum eru m.a. [[Axarfellsjökull]] og [[LambtungnajökullVesturdalsjökull]]. Í norðurhluta Lónsöræfa sést til [[Snæfell]]s (1833 m.).
 
[[Birki]]kjarr er víða inn með Jökulsá og á köflum hávaxnari tré. [[Ilmreynir|Reynitré]] finnast en þau eru fá. Fjallaplöntur eins og [[jöklasóley]] og [[melasól]] fylgja skriðum niður undir láglendi.<ref>[http://www.vatnajokulsthjodgardur.is/fraedsla/vatnajokulsthjodgardur/sudursvaedi/lonsoraefi/ Lónsöræfi] Vatnajökulsþjóðgarður. Skoðað 14. ágúst, 2016.</ref> [[Gullsteinbrjótur]] og [[bláklukka]] eru meðal einkennistegunda á svæðinu en þær eru hvað algengastar á Austurlandi.