„Panique en Atlantique“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: ''' Panique en Atlantique''' (Íslenska ''Uppnám á Atlantshafi'') er sjötta bókin í ritröðinni Svalur_og_Valur#S.C3.A9rstakt_.C3.A6vint.C3.BDri_um_Sval...|Sérstakt ævin...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
''' Panique en Atlantique''' ([[Íslenska]] ''Uppnám á Atlantshafi'') er sjötta bókin í ritröðinni [[Svalur_og_Valur#S.C3.A9rstakt_.C3.A6vint.C3.BDri_um_Sval...|Sérstakt ævintýri um Sval...]] ([[franska]] ''Série Le Spirou de…'') þar sem ýmsir [[List|listamenn]] fá að spreyta sig á að semja ævintýri um [[Svalur og Valur|Sval og Val]], sem þó teljast ekki hluti hinnar opinberu ritraðar. Bókin kom út árið [[2010]] og er sú sjötta í röðinni. Höfundur sögunnar er [[Frakkland|Frakkinn]] Lewis Trondheim en Fabrice Parme teiknaði. Bókin hefur enn ekki komið út á íslensku.
 
== Söguþráður ==
Sagan hefst á Moustic-hótelinu þar sem vikapilturinn [[Svalur og Valur#Svalur|Svalur]] lendir í klandri vegna [[Svalur og Valur# P.C3.A9si|Pésa]]. Honum býðst þó starf á [[farþegaskip|skemmtiferðaskipi]] og hyggst skilja gæluíkornann eftir heima hjá blaðasnápnum [[Svalur og Valur#Valur|Val]]. Pési smyglar sér þó um borð og það sama gerir Valur, sem er á höttunum eftir frétt um fræga kvikmyndastjörnu.
 
Um borð hitta þeir [[Svalur og Valur#Sveppagreifinn|Sveppagreifann]] sem falið hefur verið að rannsaka hvers vegna annað farþegaskip sama skipafélags hafi horfið sporlaust viku fyrr, með uppfinningamanninn Prófessor ''Sprtschk'' innanborðs.
 
Sveppagreifinn sýnir Sval nýjustu uppfinningu ''Sprtschk'', sem er varnarbúnaður gegn árekstrum. Fái notandi búnaðarins á sig minnsta högg verður hann þegar umlukinn höggheldri [[kúla|kúlu]]. Bæði farþegaskipin eru búin slíkum búnaði til að verjast [[ísjaki|ísjökum]],. Félagarnir uppgötva að kúlan flýtur ekki á [[vatn|vatni]] og uppgötva hitt skipið hljóti að hafa sokkið eins og stein. Áður en þeir ná að slökkva á búnaðinum siglir skip þeirra inn í [[Þanghafið]] og sekkur til botns.
 
[[Flokkur:Svalur og Valur]]