„Brúnei“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
stafsetningarvilla
Lína 34:
'''Soldánsdæmið Brúnei''', '''Brúnei Darussalam''' eða einfaldlega '''Brúnei''' er smáríki á eyjunni [[Borneó]] í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] með strandlengju að [[Suður-Kínahaf]]i en að öðru leyti algerlega umlukt [[Austur-Malasía|Austur-Malasíu]] auk þess sem malasíska héraðið Limbang skiptir landinu í tvo hluta. Brúnei er ríkt land, en [[olía|olíu-]] og [[jarðgas|gasframleiðsla]] stendur undir nær helmingi [[Landsframleiðsla|landsframleiðslunnar]]. Soldánsdæmið er gamalt og átti sitt blómaskeið frá [[15. öldin|15.]] til [[17. öldin|17. aldar]]. Landið var [[breskt verndarsvæði]] frá [[1888]] til [[1984]].
 
Samkvæmt opinberri sagnaritun á soldánsdæmið rætur sínar að rekja til ríkisins P'o-li innan [[Srivijaya]]. Síðar varð það hluti af [[Majapahit]]. Brúnei varð [[soldánsdæmi]] á 14. öld undir stjórn [[Muhammad Shah af Brúnei]] sem þá hafði nýlega snúist til [[Islamabad|Íslamíslam]]. Ríkið náði hátindi sínum undir soldáninum [[Bolkiah]] sem ríkti frá [[1485]] til [[1528]]. Þá náði soldánsdæmið yfir allan norðurhluta Borneó. Á [[19. öldin|19. öld]] fór soldánsdæminu að hnigna og árið [[1841]] gerði soldáninn breska ævintýramanninn [[James Brooke]] að landstjóra yfir [[Sarawak]] eftir að hann hafði brotið á bak aftur uppreisn gegn soldáninum. Árið [[1888]] varð Brúnei að [[Bretl|bresku]] verndarsvæði. Landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið [[1984]].
 
Efnahagslíf Brúnei óx hratt frá [[1971-1980|8. áratug 20. aldar]], aðallega vegna nýtingar [[jarðgas|gas]]<nowiki/>- og [[Jarðolía|olíulinda]]. Brúnei hefur því næsthæstu [[vísitala um þróun lífsgæða|vísitölu um þróun lífsgæða]] í Suðaustur-Asíu á eftir [[Singapúr]].