„Ráðherra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Endurheimti kaflann Bretland eftir þriggja mánaða gamalt skemmdarverk
→‎Ísland: Fjarlægði úrelta staðhæfingu um að Alþingi hefði aldrei kært ráðherra fyrir Landsdóm.
Lína 2:
 
==Ísland==
Ráðherra hefur setið á [[Ísland]]i frá [[1. febrúar]] [[1904]]. Á Íslandi framkvæmir ráðherra [[vald]] [[forseti|forseta]]. Því fara ráðherrar með [[framkvæmdavald]]. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Þannig getur [[Alþingi]] kært ráðherra fyrir [[Landsdómur|Landsdóm]] vegna alvarlegra brota í embætti. Það hefur þó ekki enn gerst í sögu Íslands. [[Þingræði]]sreglan segir að ríkisstjórnin geti einvörðungu setið með stuðningi meirihluta þings. Alþingi getur fellt einstaka ráðherra eða ríkisstjórnina verði [[vantrauststillaga]] samþykkt.
 
Samkvæmt [[stjórnarskrá lýðveldisins Íslands|stjórnarskránni]] skipar [[forseti Íslands]] ráðherra og veitir þeim lausn, forseti ákveður tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim. Ráðherrar skipa ríkisráð undir forsæti forseta Íslands. Sá ráðherra sem forseti hefur kvatt til forsætis á ráðherrafundum hvar nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnmálaefni skulu rædd, nefnist [[forsætisráðherra]] og stýrir hann fundum ráðherranna sem eru nefndir ríkisstjórnafundir. Vegna embættisins hafa ráðherrar rétt til setu á Alþingi með málfrelsi og geta ráðherrar borið fram mál á Alþingi þó þeir hafi ekki verið kjörnir til setu þar, því geta þeir sem ekki eru þingmenn sest í ráðherra stól. En atkvæðisrétt á alþingi hafa einungis kjörnir Alþingismenn.