„Kotra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vilhjalmurs (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Vilhjalmurs (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
== Reglur ==
=== Uppsetning ===
[[Mynd:Is kotra1.png|thumb|hægri|Borð með leikmönnum í upphafsstöðum sínum. Valkvæm uppsetning er viðsnúin miðað við þá sem sýnd er hér, með heimasvæðið til vinstri og ytra svæðið til hægri.]]
Kotra er leikur fyrir tvo spilara og er leikinn á borði með tuttugu og fjórum mjóum þríhyrningum sem eru kallaðir pílur. Þríhyrningarnir skiptast í fjórðunga eru í tveimur litum sem skiptast á. Sex pílur eru í hverjum fjórðungi. Vísað er til fjórðunganna sem heimasvæðis spilarans og ytra svæðis, og heimasvæðis andstæðingsins og ytra svæðis. Heima- og ytri svæðin eru aðskilin af hrygg sem gengur niður eftir miðju borðinu og er kallaður sláin.
 
Pílurnar eru tölusettar fyrir hvorn spilara og hefst tölusetningin í heimasvæði spilarans. Ysta pílan er tuttugasta og fjórða pílan, sem einnig er fyrsta píla andstæðingsins. Hvor spilari á fimmtán leikmenn í sínum lit. Upphafsstaða leikmanna er þessi: tveir á tuttugustu og fjórðu pílu, fimm á þrettándu pílu, þrír á áttundu pílu, og fimm á sjöttu pílu.
Spilararnir hafa sitt hvort teningaparið og teningaglas til að hrista með. Tvíföldunar teningur, með tölunum 2, 4, 8, 16, 32 og 64 á hliðum sínum, segir til um margfeldisstuðul leiksins.
 
=== Markmið leiksins ===
[[Mynd:Is kotra2.png|thumb|Leikmenn hvíts hreyfast í þessa átt. Leikmenn rauðs hreyfast í gagnstæða átt.]]
Markmið leiksins er að færa alla leikmenn sína inn á heimasvæðið sitt og síðan koma þeim af borðinu. Sá vinnur leikinn sem er fyrstur til að koma öllum sínum leikmönnum af borðinu.