Munur á milli breytinga „Hegningarhúsið“

ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Iceland-Reykjavik-Skolavordustigur-Prison-2.jpg|thumb|300px|Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í [[Reykjavík]]]]
'''Hegningarhúsið''' við [[Skólavörðustígur|Skólavörðustíg 9]] (oft kallað '''Nían''' eða '''Hegnó''' og hér áður fyrr '''tugthúsið''' <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2323104 Hegningarhúsið; úr grein í Eimreiðinni 1900]</ref>, '''fangahúsið''' eða '''Steinninn'''<ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=410988&pageSelected=7&lang=0 Morgunblaðið 1948]</ref>) var [[fangelsi]] rekið af [[Fangelsismálastofnun]]. Síðast var það notað sem móttökufangelsi, þar sem fangar dvöldu í stutta stund þegar þeir hófu afplánun dóma. Þann [[1. júní]] [[2016]] var starfsemi hegningarhússins hætt.
 
== Saga ==
 
== Saga ==
Hegningarhúsið er hlaðið [[steinhús]] reist [[ár]]ið [[1872]] af [[Páll Eyjólfsson|Páli Eyjólfssyni]] gullsmið. Húsið var [[friðun|friðað]] [[18. ágúst]] árið [[1978]] samkvæmt 1. málsgrein 26. og 27. greinar [[þjóðminjar|þjóðminjalaga]] nr. 52/[[1969]] og tekur friðunin til ytra borðs þess ásamt [[álma|álmum]] til beggja hliða og anddyri með stiga. [[Hæstiréttur Íslands|Hæstiréttur]] var þar til húsa á árunum [[1920]] – [[1949]].
 
Í hegningarhúsinu voru sextán [[Fangaklefi|fangaklefar]], litlir og þröngir og [[loftræsting]] léleg. Fangaklefarnir voru auk þess án salernis og handlaugar. Á efri hæð voru skrifstofur og salur sem áður hýsti bæjarþingsstofuna, Landsyfirrétt og síðar Hæstarétt þar til hann flutti í nýbyggingu við Lindargötu árið [[1947]].
 
== Eitt og annað ==
* Orðin ''steinn'' eða ''grjót'' í merkingunni fangelsi, og sem oftast eru höfð með greini: '''steininn''' eða '''grjótið''' eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg, enda hlaðið hús úr íslensku [[hraungrýti]].
* Hin ímyndaða áhöfn á [[Mb. Rosinn|Mb. Rosanum]] var stungið inn í Níuna (þ.e.a.s. Hegningarhúsið), eins segir í samnefndu lagi á plötu [[Bubbi Morthens|Bubba Morthens]], [[Ísbjarnarblús]]. <ref>[http://www.bubbi.is/index.php?id=5&option=com_content&task=view Mb. Rosinn; af Bubbi.is]</ref>
 
==Tengt efni==
* [[Fangelsismálastofnun ríkisins]]
* [[Listi yfir fangelsi á Íslandi]]
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">{{reflist}}</div>
 
== Tenglar ==
* [http://www.fangelsi.is/fangelsi-rikisins/hegningarhusid/ Upplýsingar um Hegningarhúsið á heimasíðu Fangelsismálastofnunnar]
* [http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060818/FRETTIR01/60818056/1091 ''Hegningarhúsið stenst ekki undanþáguskilyrði''; af Vísi.is]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3282319 ''Fyrsti fanginn kom í Hegningarhúsið fyrir 80 árum''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1955]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3272022 ''Kaflar úr sögu Hegningarhússins í Reykjavík''; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1936]
* [http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3272033 ''Kaflar úr sögu Hegningarhússins í Reykjavík''; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1936]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2323104 ''Hegningarhúsið''; úr grein í Eimreiðinni 1900]
 
 
{{Friðuð hús í Reykjavík}}