„Búddismi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sönsvall (spjall | framlög)
Masae (spjall | framlög)
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 114:
Vajrayana („Demantavagninn“) (sem einnig er nefnt ''Mantrayana'', ''Tantrayana'', ''tantrískur'' eða [[dulhyggja|dulhyggju-búddismi]]) er oft talinn hluti af mahayana-greininni enda hafa þessar greinar sameiginlegan skilning á höfuðatriðum kenningarinnar. Vajrayana hefur þó lagt til andlegar aðferðir sem ekki eru stundaðar af öðrum búddistum. Þar má nefna hugleiðslu sem er beint að ákveðnum þáttum búddatilverunnar og þar sem reynt er að sjá sig sem búdda. Í hugleiðslu fylgjenda vajrayana eru einnig notaðar [[mandala|mandölur]] og [[mantra|möntrur]]. Mantra er hljóðsamsetning sem er endurtekin aftur og aftur. Þekktast mantran er sennilega ''om mani padme hum'' sem oft er þýtt sem „eðalsteinninn í lótusnum“ en samkvæmt seinni tíma fræðimönnum er það helginafn á bodhisattvanum ''Avalokiteshvara''.<ref>Lopez, D. 1998</ref> Tíbetar trúa því að [[Dalai Lama]] sé Avalokiteshvara endurfæddur.<ref>sbr. EMB. „Hver er dalai lama? “. Vísindavefurinn 15.6.2001. http://visindavefur.is/?id=1712. (Skoðað 8.2.2011).</ref>
 
=== SamburðurSamanburður á theravada og mahayana ===
Meginmunur á þessum tveimur höfuðgreinum kemur meðal annars fram í afstöðu til hversu margir búddar hafi verið til, hvaða tungumál sé rétt að nota fyrir helga texta, fjöldi bodhisattva og ekki síst aðlögunarhæfni að öðrum siðvenjum og nýjum túlkunum og hugmyndum.