„Franska Pólýnesía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 28:
atburður1 = Verndarsvæði |
atburður2 = Yfirráðasvæði |
atburður3 = Handanhafssvæði Handanhafsland|
dagsetning1 = 1842 |
dagsetning2 = 1946 |
dagsetning3 = 20032004 |
gjaldmiðill = [[pólýnesískur frankikyrrahafsfranki]] |
tímabelti = [[UTC]]-10, -9:30, -9 |
tld = pf |
Lína 39:
'''Franska Pólýnesía''' ([[franska]] ''Polynésie française'', [[tahítíska]] ''Porinehia Farani'') er [[Frakkland|franskt]] yfirráðasvæði í Suður-[[Kyrrahaf]]i. Frönsku Pólýnesíu tilheyra nokkrir [[Pólýnesía|pólýnesískir]] [[eyja]]klasar. Frægasta eyjan er [[Tahítí]] í [[Félagseyjar|Félagseyjaklasanum]]. Hún er líka fjölmennasta eyjan og þar sem [[höfuðborg]]in, [[Papeete]], er staðsett. [[Clipperton-eyja]] er ekki hluti af eyjaklasanum en var undir stjórnsýslu Frönsku Pólýnesíu til ársins 2007.
 
Eyjaklasarnir sem mynda Frönsku Pólýnesíu eru [[MarquesasMarkgreifaeyjar]], [[Félagseyjar]], [[Tuamotueyjar]], [[Gambier-eyjar]], [[Ástraleyjar]] og [[Basseyjar]]. Fyrstu eyjarnar sem [[pólýnesar]] settust að á voru MarquesasMarkgreifaeyjar og Félagseyjar. [[Ferdinand Magellan]] sá eyjuna [[Puka-Puka]] árið [[1521]] en landkönnun Evrópumanna hófst ekki fyrr en á [[18. öldin|18. öld]]. [[Trúboð]] [[mótmælendatrú|mótmælenda]] hófst undir lok 18. aldar og franskir [[kaþólsk trú|kaþólskir]] trúboðar voru reknir frá Tahítí árið 1836. Það varð til þess að Frakkar sendu herskip til eyjarinnar og lýstu yfir stofnun fransks verndarsvæðis árið [[1842]]. Árið [[1946]] voru eyjarnar gerðar að frönsku yfirráðasvæði og íbúar fengu franskan ríkisborgararétt. Frakkar stunduðu tilraunasprengingartilraunir með [[kjarnorkusprengja|kjarnorkusprengjur]] á eyjunum frá [[1962]]. Árið [[1977]] fengu eyjarnar takmarkaða [[heimastjórn]].
 
Þótt eyjarnar séu með eigið þing og ríkisstjórn eru þær ekki í [[frjálst samband|frjálsu sambandi]] við Frakkland líkt og [[Cookseyjar]]. Frakkland hefur yfirumsjón með dómskerfi, menntakerfi, lögreglu og vörnum eyjanna. Helsta útflutningsvara eyjanna er [[svört perla]]. [[Ferðaþjónusta]] og vinna fyrir [[franski herinn|franska herinn]] eru mikilvægar atvinnugreinar.
 
==Stjórnsýslueiningar==
Franska Pólýnesía var franskt [[handanhafssvæði]] (''territoire d'outre-mer'') frá 1946 til 2003. Árið 2004 var landið gert að [[handanhafssamfélag|handanhafslandi]] (''pays d'outre-mer au sein de la République'').
 
Landinu er skipt í fimm stjórnsýslueiningar sem aftur deilast í 48 sveitarfélög:
* [[Kulborðseyjar (Félagseyjum)|Kulborðseyjar]] (''Îles du Vent'') - höfuðstaður: [[Papeete]].
* [[Ástraleyjar]] (''Îles Australes'') - höfuðstaður: [[Mataura]].
* [[Tuamotu- og Gambier-eyjar]] (''Îles Tuamotu-Gambier'') - höfuðstaður: [[Rangiroa]].
* [[Hléborðseyjar (Félagseyjum)|Hléborðseyjar]] (''Îles Sous-le-Vent'') - höfuðstaður: [[Uturoa]].
* [[Markgreifaeyjar]] (''Îles Marquises'') - höfuðstaður: [[Taiohae]].
 
==Efnahagslíf==
Gjaldmiðill Frönsku Pólýnesíu er [[kyrrahafsfranki]] sem er festur við [[evra|evruna]] á genginu 1:0.00838. Verg landsframleiðsla á mann árið 2008 var um 27.000 dalir sem er lægra en á Havaí, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Nýju-Kaledóníu, en hærra en í öllum öðrum sjálfstæðum eyríkjum í Kyrrahafi.
 
Hagkerfi Frönsku Pólýnesíu er tiltölulega þróað og byggist aðallega á innflutningi, ferðaþjónustu og fjárhagsaðstoð frá Frakklandi. Ferðaþjónusta er mjög þróuð á stærstu eyjunum. Helstu landbúnaðarvörur eru [[kókoshneta]] ([[kopra]]), grænmeti og ávextir. Landið flytur út [[vanilla|vanillu]] í hæsta gæðaflokki, [[nónaldin]]safa og hinar frægu [[svört perla|svörtu tahítísku perlur]] sem námu 55% af heildarverðmæti útflutnings árið 2008.
 
Sjávarbotninn við Frönsku Pólýnesíu er auðugur af verðmætum málmum sem ekki eru nýttir.
 
Árið 2008 var heildarverðmæti útflutnings 0,2 milljarðar dala en innflutnings 2,2 milljarðar dala.
 
{{Eyjaálfa}}