„Les Marais du temps“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
[[Svalur_og_Valur#Svalur|Svalur]], [[Svalur_og_Valur#Valur|Valur]] og Sveppagreifinn ákveða að halda aftur í tímann til að bjarga fjandvini sínum. Þeir finna tímavél Zorglúbbs í neðanjarðarhvelfingu undir ''Concorde-torgi'' og hverfa til ársins 1865. Þar tekur Zorglúbb á móti þeim og ævintýrið virðist ætla að fá skjóta lausn, þegar [[Svalur_og_Valur#P.C3.A9si|Pési]] stekkur óvænt í gegnum tímagluggann og skilur félaga sína eftir hinu megin.
 
Sveppagreifinn uppgötvar skringilega [[sveppir|sveppategund]] sem býr yfir gríðarlega mikilli [[orka|orku]] og þeir ákveða að freista þess að komast aftur til framtíðar með tilstilli þeirra. Í ljós kemur að Zorglúbb er með glæpaforingjann Crève-Bedaine og hyski hans á hælunum. Crève-Bedaine segir að Zorglúbb skuldi sér stórfé og hyggur á hefndir, en hann er vopnaður tæki sem sendir frá sér zor-geisla.
 
Á sama tíma á [[21. öldin|21. öldinni]] tekst Pésa að hafa upp á félaga Sveppagreifans og barnungum vini hans og lokka þá með sér að tímavélinni. Þeim tekst að koma henni í gang og ná að bjarga félögunum til baka á síðustu stundu áður en Crève-Bedaine kemur þeim fyrir kattarnef.
 
Á setri Sveppagreifans fagnar Zorglúbb sigri. Tilgangur tímaferðalagsins var að kaupa verðmætar byggingarlóðir í ''Les Marais''-hverfinu. En þegar betur er að gáð reynast kaupsamningarnir auðir, því ekki er hægt að breyta atburðum fortíðarinnar.
 
== Fróðleiksmolar ==
* Í sögunni tala allar persónur frá nítjándu öldinni mállýsku sem minnir á þann tíma. Hún er torskilin við lestur og er orðalisti birtur aftast í bókinni.
 
* Valur hyggst verða ríkur með því að fá franska listmálarann Manet til að mála af sér mynd. Hún gufar upp í sögulok líkt og samningar Zorglúbbs.
 
[[Flokkur:Svalur og Valur]]