„Noregur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Saga: Bætti söguna sem var fátækleg.
Lína 46:
== Saga ==
[[Mynd:AltaRockCarvingsFences.jpg|thumb|right|Fornmyndir höggnar í grjót í [[Norður-Noregi]]]]
‍‍‍Fólk hefur búið í Noregi í yfir 12.000 ár. Fólkið fluttist úr suðri; [[Þýskaland]]i eða úr norðaustri, sem þ.e.er norður-[[Finnland]]i og [[Rússland]]i. Milli 5000-4000 fyrir Krist voru stofnaðar fyrstu landbúnaðarbyggðir í Oslóarfirði. Heimildir eru fyrir verslun við [[rómverjar|Rómverja]].
 
Á [[8. öld|8.]] - [[11. öld]] fóru margir norskir [[víkingar]] til [[Ísland]]s, [[Færeyjar|Færeyja]], [[Grænland]]s og til [[Bretlandseyjar|Bretlandseyja]]. Þeir sem fóru til Íslands gerðu það meðal annars til að flýja burt frá ofríki [[Haraldur hárfagri|Haralds hárfagra]] sem reyndi að leggja undir sig allan Noreg undir sitt vald. Aðrir upplifðu skort á góðu landbúnaðarlandi í Vestur-Noregi og leituðu nýrra landsvæða. Ný siglingatækni eins og [[langskip]] áttu sinn átt í útrásinni. Kristni breiddist út á 11. öld. Átök urðu í landinu vegna tilkomu kristninnar og [[Stiklastaðaorrusta]] var einn af atburðunum sem mörkuðu þau. Að lokum kristnaðist Noregur og varð [[Niðarós]] biskupsstóll landsins.
Lína 58:
Árið 1913 fengu norskar konur [[kosningaréttur|kosningarétt]] og urðu aðrar í heiminum til að ná þeim áfanga. Frá um 1880-1920 fóru norskir landkönnuðir að kanna [[heimskaut]]asvæðin. Meðal þeirra mikilvirkustu voru [[Fridtjof Nansen]], [[Roald Amundsen]] og [[Otto Sverdrup]]. Amundsen fór fyrstur á [[Suðurpóllinn|Suðurpólinn]] árið 1911.
Í byrjun 20. aldar urðu [[skipaflutningar]] og [[vatnsorka]] æ mikilvægari. Lestarteinar voru lagðir milli helstu þéttbýlisstaða. Efnahagurinn sveiflaðist og upp spruttu [[Stéttarfélag|verkalýðshreyfing]]ar. Milli [[1940]] og [[1945]] var Noregur hertekinn af [[Nasistar|Nasistum]] eftir bardaga við norskar og breskar hersveitir. Ríkisstjórnin og konungsfjöldskyldan flúðu til [[London]]. [[Vidkun Quisling]] vann með nasistum og lýsti sig forsætisráðherra fyrst um sinn en síðar tók þjóðverjinn Josef Terboven við taumunum.
 
Eftir síðari heimstyrjöld varð Noregur stofnmeðlimur [[NATO]] árið 1949 en leyfði þó ekki erlendar herstöðvar eða kjarnavopn í landinu til að styggja ekki [[Sovétríkin|Sovétmenn]]. Landið gekk í fríverslunarstofnunina [[EFTA]] árið 1960.