„Rafmagnstengill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bofs (spjall | framlög)
Bjó til síðuna með rétta heitinu "rafmagnstengill" í stað rangnefnisins "rafmagnsinnstunga"
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 1. júlí 2016 kl. 14:22

Rafmagnstengill er tengi, yfirleitt fest á veggi, sem tengja má snúru með tilheyrandi kló við. Mismunandi spennur eru notaðar á heimsvísu og form tengla og klóa er líka breytliegt eftir löndum. Í flestum löndum er 230 V straumur leiddur til heimila en spennan getur verið svo lítil sem 100 V. Tíðni straumsins er oftast annaðhvort 50 eða 60 Hz. Víða er krafið um að nýjar raflagnir séu jarðtengdar öryggisins vegna.

Shucko-tengill og kló. Klemmurnar efst og neðst í tenglinum í hægri myndinni eru jarðtengdar

Á Íslandi eru notaðir tenglar sem samræmast svokallaða Schuko-staðlinum sem er í notkun í flestum Evrópulöndum. Slíkir tenglar taka við klóm bæði af týpu C (flötum) og F (kringlóttum með jarðtengingu).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.