„Þorsteinn Erlingsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9:
Þorsteinn fluttist til Reykjavíkur árið 1876, og hóf þar skólagöngu sína. Varð þó fyrst að vera í undirbúningsnámi í eitt ár. Matthías og Steingrímur fengu þriðja þjóðskáldið, Benedikt Gröndal, til liðs með sér til að undirbúa hann undir skólann og skapaðist mikil vinátta á milli Benedikts og Þorsteins sem hélst órofin til æviloka. Þeir Steingrímur og Þorsteinn voru einnig miklir vinir. Þorsteinn hafði þó ekki jafn góð tengsl við Matthías. Það skýrist meðal annars á því að íslenskir stúdentar á Hafnarárum Þorsteins fundu sér til deiluefnis Matthías og Steingrím. Mætti þá segja með vissu að Þorsteinn hafði verið með Steingrími í liði og var því greinilegur skoðanamunur með þeim Matthíasi og Þorsteini. Það verður þó að segjast að Þorsteinn kunni að meta skáldskap Matthíasar og þótti honum ljóðin hans skína af mikilli fegurð. Þetta ár birti hann einnig í fyrsta sinn kvæði á prenti, sem kom út í Þjóðólfi og var það erfiljóð um sveitunga hans.
 
Þorsteinn var í lærða skólanum í Reykjavík í sex ár, frá 1877 til 1883. Á þessum tíma virtist hann hafa ekki kynnst nýju bókmenntastefnu sem tók að myndast á NorðurlönumNorðurlöndum (raunsæisstefnunni), enda var Steingrímur mikill rómantíker og benti honum frekar á rit eldri skálda, innlendra og útlendra. Á þessum tíma hafði hann birt nokkur ljóð í anda Steingríms Thorsteinssonar, um fegurð náttúrunnar og sælu æskunnar. Í sumum ljóðum sást einnig heimshryggðaráhrif frá Kristjáni Fjallaskáldi sem áttu það til með að byrja með mikilli jákvæðni en enduðu svo á frekar þunglyndislegan hátt, til dæmis ljóðið Æskan sem einnig einkennist af tvísæi.
 
Orðinn stúdent, ákvað Þorsteinn að sigla til Kaupmannahafnar og læra lögfræði þar. Hann áttaði sig samt fljótt á því að lögfræðinám væri ekki hans áhugamál svo hann sýndi því námi lítinn áhuga. Hann hætti því að læra lögfræði og ákvað að læra málfræði og tungumál sem hann sýndi mun meiri áhuga og innritaðist loks í norrænu, en lauk aldrei prófi vegna veikinda og fátæktar. Á meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn kynntist hann mörgum íslenskum stúdentum, þeirra á meðal Hannesi Hafstein. Í Kaupmannahöfn fór Þorsteinn að þroskast sem skáld og hafði afturhaldssöm stjórn sem hélt þegnum borgarinnar í eymd, mikil áhrif á hann. Þetta ástand breytti honum í jafnaðarmann löngu áður en sú kenning barst til Íslands. Hann skrifaði bréf þar sem kom meðal annars fram hvað honum fyndist um rómantískan skáldskap. Þar kom einnig fram að honum væri farið að leiðast að yrkja um fegurð náttúrunnar og indæli. Ljóðin hans á Kaupmannahafnarárunum bera þó best vitni á því hvað sálarlífið hans breyttist mikið. Hann gerðist meðal annars auðvaldshatari, lýðvaldsdýrkari, smælingjaástvinur, kirkjuhatari og guðstrúarleysingi. Það ber þó að hafa í huga að það sem gerði hann að trúarleysingja var hin gamla, algenga guðshugmynd kirkjunnar. Guð er skilgreindur á þann hátt að hann eigi að vera óendanlega voldugur konungur, í öðrum orðum, almáttugur. Samkvæmt þessu ætti hinn almáttugi guð ekki að leyfa öllum þessum svívirðingum og kúgunum viðgangast ef hann ætti að vera talinn góður. Þorsteini fannst guð því ekki vera til, og ef hann væri til þá vildi Þorsteinn ekki ganga þeim konungi á hönd sem leyfði allt þetta gerast. Þorsteinn var þó ekki trúlaus maður, það sem hann trúði á megi teljast jafn mikilvægt og að trúa á guð. Hann trúði á fegurðina, réttlætið, kærleikann og sannleikann. Þetta sýnir að þótt Þorsteinn hafi breytt um viðhorf á veröldinni þá hætti hann aldrei að taka eftir fegurðinni hennar.