„Skotland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 45:
==Heiti==
Heiti Skotlands er dregið af heitinu ''Scoti'' sem [[Rómaveldi|Rómverjar]] notuðu yfir [[Gelar|Gela]]. [[Síðlatína|Síðlatneska]] orðið ''Scotia'' vísaði upphaflega til [[Írland]]s. Að minnsta kosti frá 11. öld var farið að nota þetta heiti yfir Skotland norðan við ána [[Forth]] ásamt heitunum ''Albania'' eða ''Albany'', dregin af gelíska orðinu ''Alba''. Á [[síðmiðaldir|síðmiðöldum]] varð algengast að nota Skotland og Skotar yfir landið sem nú er Skotland og íbúa þess.
==Lýðfræði==
Í Skotlandi eru 96% hvítir og Suður-Asíubúar telja 2,7%.
 
Um 20% segjast tilheyra Skosku kirkjunni (Church of Scotland en 34% eru skráðir þar (2011) , kaþólskir eru 15% og þeir sem tilheyra öðrum kristnum söfnuðum 11%. Múslimar eru 1,4%<ref>[http://www.scotlandscensus.gov.uk/ods-web/area.html Area profiles- census data]Scotland census. Skoðað 3 . apríl 2016</ref> Um 52% segjast ekki vera trúaðir (2016).<ref>[http://www.bbc.com/news/uk-scotland-35953639 Most people in Scotland 'not religious'] BBC. Skoðað 2. apríl 2016.</ref>
 
==Landfræði==
Lína 83 ⟶ 79:
Í Skotlandi er að finna bæði [[sumargræn jurt|sumargræna]] laufskóga og [[barrtré|barrskóga]], [[lyngheiði|lyngheiðar]] og [[freðmýri|freðmýrar]]. Umfangsmikil ræktun [[nytjaskógur|nytjaskóga]] og notkun lyngheiða sem [[beitiland]]s hefur haft mikil áhrif á dreifingu innlendra jurta. Hæsta tré Skotlands er [[þinur|stórþinur]] (''Abies grandis'') sem var plantað við [[Loch Fyne]] á 8. áratug 19. aldar. [[Fortingall-ýviðurinn]] er hugsanlega 5.000 ára gamall og líklega elsta lífvera í Evrópu. Í Skotlandi vex mikill fjöldi tegunda [[mosar|mosa]].
 
==Lýðfræði==
Í Skotlandi eru 96% hvítir og Suður-Asíubúar telja 2,7%.
 
Um 20% segjast tilheyra Skosku kirkjunni (Church of Scotland en 34% eru skráðir þar (2011) , kaþólskir eru 15% og þeir sem tilheyra öðrum kristnum söfnuðum 11%. Múslimar eru 1,4%<ref>[http://www.scotlandscensus.gov.uk/ods-web/area.html Area profiles- census data]Scotland census. Skoðað 3 . apríl 2016</ref> Um 52% segjast ekki vera trúaðir (2016).<ref>[http://www.bbc.com/news/uk-scotland-35953639 Most people in Scotland 'not religious'] BBC. Skoðað 2. apríl 2016.</ref>
 
== Íþróttir ==
[[Mynd:Caber_Toss.jpg|thumb|right|Staurakast er sérskosk keppnisgrein á Hálandaleikunum.]]
Þær íþróttir sem Skotar eru þekktastir fyrir eru [[knattspyrna]], [[ruðningur]] og [[golf]]. Skotland sendir eigin landslið til keppni í mörgum íþróttagreinum, þar á meðal [[Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu|Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu]], [[Heimsbikarmótið í ruðningi]], [[Heimsbikarmótið í krikket]] og [[Samveldisleikarnir|Samveldisleikana]]. Skotland er líka með eigin íþróttasambönd eins og [[Skoska knattspyrnusambandið]], sem er annað elsta knattspyrnusamband heims, og [[Skoska ruðningssambandið]].
 
Elstu heimildir um einhvers konar knattspyrnu í Skotlandi eru frá 1424 og [[Skotlandsbikarinn]] í knattspyrnu frá 1873 er elstu landsbikarverðlaun heims. Fyrsti alþjóðlegi knattspyrnuleikur Skota fór fram árið 1872 þegar þeir kepptu við Englendinga. [[Celtic F.C.]] vann [[Evrópumeistarabikarinn í knattspyrnu]] árið 1967 og [[Rangers F.C.]] og [[Aberdeen F.C.]] sigruðu [[Evrópukeppni bikarhafa]] árin 1972 og 1983. Aberdeen vann auk þess [[Ofurbikar Evrópu]] árið 1983. [[Dundee United]] lék til úrslita í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu]] árið 1987 en tapaði fyrir [[IFK Göteborg|Gautaborg]].
 
Íþróttin [[golf]] er upprunnin í Skotlandi á 15. öld. Einn af elstu golfvöllum heims er [[Old Course]] í háskólabænum [[St. Andrews]] sem var stofnaður árið [[1552]]. Árið [[1764]] var hinn staðlaði 18-holu golfvöllur búinn til í St. Andrews þegar eldri golfvöllur var styttur um 4 holur. Elsta golfmót heims er [[Opna breska meistaramótið í golfi]] sem var fyrst leikið við [[Prestwick Golf Club]] í [[Ayrshire]] árið [[1860]]. Skoskir golfleikarar unnu mótið allt til [[1890]] þegar enski golfleikarinn [[John Ball]] sigraði.
 
[[Hálandaleikarnir]] eru þekkt skosk íþróttakeppni sem hófst seint á [[19. öldin|19. öld]] en byggir á hefðum frá [[Skosku hálöndin|Skosku hálöndunum]]. Skotar hafa 13 sinnum átt heimsmeistara í [[hnefaleikar|hnefaleikum]], þar á meðal [[Ken Buchanan]], [[Benny Lynch]] og [[Jim Watt]]. Skotar hafa líka náð miklum árangri í [[mótorsport]]i. Þekktasti ökuþór Skota síðustu ár er [[David Coulthard]] sem keppti í [[Formúla 1|Formúlu 1]]-kappakstri frá 1994 til 2008.
 
{{commonscat|Scotland|Skotlandi}}