„Sumarólympíuleikarnir 1912“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m WPCleaner v1.39b - Fixed using Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia (Fyrirsagnir byrja með þremur "=")
Lína 1:
'''Sumarólympíuleikarnir 1912''' voru haldnir í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]] í [[Svíþjóð]] [[5. maí]] til [[22. júlí]].
 
=== Aðdragandi ===
[[File:1912 Summer Olympics Opening.jpg|alt=Setningarathöfnin|thumb|Frá setningarathöfninni]]
Ákvörðunin um Stokkhólmsleikana var tekin árið 1909. [[Berlín]] lýsti áhuga á að halda leikana en að lokum náðist samkomulag milli Svía og [[Þýskaland|Þjóðverja]] um að þeir síðarnefndu biðu í fjögur ár. Stokkhólmur varð því eina umsóknarborgin.
Lína 9:
Reistur var nýr Ólympíuleikvangur sem tók um 12 þúsund áhorfendur. Er það einhver minnsti aðalleikvangur í sögu leikana.
 
=== Keppnisgreinar ===
 
Keppt var í 102 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.
Lína 55:
{{col-end}}
 
=== Einstakir afreksmenn ===
 
[[Mynd:1912_Stockholm_Football_Final.jpg|thumb|left|Frá úrslitaleik Dana og Breta í knattspyrnukeppni leikanna, sem lauk með sigri þeirra síðarnefndu.]] [[Mynd:Jim_Thorpe_olympic.png|thumb|right|Jim Thorpe á Ólympíuleikunum 1912.]] [[Bandaríkin|Bandaríkjamaðurinn]] Jim Thorpe (réttu nafni Jacobus Fransiscus Thorpe) sigraði í fimmþraut og [[tugþraut]], sem keppt var í í fyrsta sinn. Thorpe, sem var hálfur [[indíánar|indíáni]], þótti geysifjölhæfur íþróttamaður og keppti m.a. í [[hafnarbolti|hafnarbolta]], [[körfuknattleikur|körfuknattleik]] og [[amerískur fótbolti|ruðningi]] á löngum ferli. Hann var eftirlæti áhorfenda meðan á Ólympíuleikunum stóð, en að þeim loknum var hann sviptur verðlaunum fyrir brot á áhugamannareglum. Alþjóðaólympíunefndin sneri þeirri ákvörðun við mörgum áratugum síðar.
Lína 69:
Keppt var [[nútímafimmtarþraut]] í fyrsta skipti, en greinin var hugarfóstur [[Pierre de Coubertin]] leiðtoga Ólympíuhreyfingarinnar. [[Svíþjóð|Svíar]] höfðu mikla yfirburði og röðuðu sér í átta af tíu efstu sætunum. Um miðjan hóp keppenda lenti Bandaríkjamaðurinn [[George S. Patton]], sem síðar varð einn kunnasti herstjórnandi tuttugustu aldar.
 
=== Þátttaka Íslendinga á leikunum ===
 
Þegar leið að Ólympíuleikunum í Stokkhólmi, vaknaði áhugi íslenskra glímumanna að endurtaka leikinn frá [[Sumarólympíuleikarnir 1908|Lundúnaleikunum fjórum árum fyrr]]. [[Sigurjón Pétursson]], kenndur við [[Álafoss]] var helstur forystumaður íslenskra glímukappa. [[ÍSÍ|Íþróttasamband Íslands]] var stofnað í ársbyrjun 1912, ekki hvað síst til að geta sótt um þátttökurétt á leikunum.
Lína 77:
Auk þess að keppa í íslenskri glímu tók Sigurjón Pétursson þátt í grísk-rómverskri glímu. Áttundi Íslendingurinn í hópnum, Jón Halldórsson, tók þátt í 200 metra [[hlaup|hlaupi]] en komst ekki áfram úr sínum riðli.
 
=== Verðlaunaskipting eftir löndum ===
 
{| class="wikitable"