„Skaftfell“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokka
m WPCleaner v1.39b - Fixed using Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia (Fyrirsagnir byrja með þremur "=")
Lína 4:
'''Skaftfell''' er myndlistarmiðstöð [[Austurland|Austurlands]]. Miðstöðin var formlega stofnuð árið 1998 og er staðsett í húsinu Skaftfell á [[Seyðisfjörður|Seyðisfirði]]. Starfsemin er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun [[Myndlist|myndlistar]] á Austurlandi. Þeim skyldum er framfylgt með sýningarhaldi, rekstri gestavinnustofa og fræðslustarfi. Miðstöðin hefur einnig umsjón með [[Geirahús|Geirahúsi]], þar sem alþýðulistamaðurinn [[Ásgeir Jón Emilsson]] bjó til dauðadags.
 
=== '''Saga og stofnun''' ===
Árið 1996 fékk áhugamannahópur um menningu og listir, oftast nefndur Skaftfellshópurinn, húsið að Austurvegi 42 á Seyðisfirði að gjöf frá hjónunum Karólínu Þorsteinsdóttur og Garðari Eymundssyni. Skaftfell hefur verið sjálfseignarstofnun frá árinu 1998 en þegið fjárstyrki í gegnum árin bæði frá ríki og bæ. Miðstöðin var formlega opnuð 19. júní 1999 þegar listahátíðin [[Á Seyði]] var sett í fimmta sinn.<ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=131846&pageId=1938960&lang=is&q=Skaftfell</ref>
 
==== Stjórn ====
Í stjórn stofnunarinnar sitja aðilar fyrir hönd Skaftfellshópsins; Bandalags íslenskra listamanna; gefenda hússins og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Í Skaftfelli er starfandi listrænn heiðursstjórnandi sem skipuleggur listræna starfsemi frá ári til árs. Forstöðumaður sinnir öllum þeim störfum er lúta að rekstri stofnunarinnar, með dyggri aðstoð stjórnar og Skaftfellshópsins. Skaftfell starfar eftir staðfestri skipulagsskrá þar sem tilgangur sjálfseignarstofnunarinnar er að stuðla að eflingu lista- og menningarlífs á Seyðisfirði.<ref>https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=08536f5a-c100-47d0-8c37-9237ff0c37bc</ref> Fyrsti launaði forstöðumaðurinn tók til starfa 2005, staðan gestavinnustofufulltrúi varð til árið 2011 og fræðslufulltrúi tók til starfa árið 2015.
 
==== Tengsl við Dieter Roth ====
Stofnár listamiðstöðvarinnar er einnig dánarár listamannsins [[Dieter Roth|Dieters Roth (19301998)]]. Dieter gegndi stóru hlutverki í menningarflóru Seyðfirðinga, allt frá því hann hóf að venja komur sínar á Seyðisfjörð upp úr 1990. Skaftfellshópurinn samanstendur að miklu leyti af fólki sem naut mikilla og góðra samvista við Dieter, og er tilurð miðstöðvarinnar sprottin úr þeim frjóa jarðvegi er hann átti þátt í að skapa á Seyðisfirði.
 
==== Byggingin ====
Skaftfell var reist af byggingameistaranum Guðfinni Jónssyni, árið 1907. Húsið er þriggja hæða, 420 fermetrar og byggt samkvæmt norskri fyrirmynd með nýklassísku yfirbragði og er mikil prýði í götumyndinni. Fyrstu árin var rekið gullsmíðaverkstæði á jarðhæðinni og veitinga- og gistihús á efri hæðum. Síðar tóku fleiri verslanir við, þar var um tíma norskt sjómannaheimili, ölstofa, veitingasala, hótel og síðast trésmíðaverkstæði Garðars Eymundssonar.
 
=== Starfsemin ===
Starfsemi Skaftfells stuðlar að fjölbreyttu listalífi þar sem miðlun myndlistar er burðarstólpi í starfseminni. Miðstöðin er vettvangur fyrir listamenn, heimamenn og lengra að komna af öllum kynslóðum, til að hittast, skiptast á hugmyndum, taka þátt í skapandi samræðum, verða fyrir áhrifum hver af öðrum og af umhverfinu. Starfsemin í sjálfu sér eykur lífsgæði og stuðlar að velsæld með því að bjóða upp á gott aðgengi að vandaðri myndlist og aðgang að ferskri og framandi hugsun.
 
==== Listræn stjórn ====
Fyrstu árin var starfrækt sýningarnefnd sem bar ábyrgð á listrænni starfsemi. Frá 2009 hefur Skaftfell útnefnt listrænan heiðursstjórnandi til tveggja ára. Fyrstur í röðinni var [[Björn Roth]], þá [[Christoph Büchel]], [[Ráðhildur Ingadóttir]] og loks [[Gavin Morrison]] árin 2015-2016. Hlutverk listræns stjórnanda er að móta stefnu miðstöðvarinnar í sýningarhaldi, sem og fræðslu og öðrum verkefnum. Tilnefningin er heiðursstaða.
[[Mynd:Sýningarsalur Skaftfells.jpg|thumb|Sýningarsalur Skaftfells 2013. Ljósmynd Paula Prats]]
 
==== Sýningarhald ====
Sýningarhald í Skaftfell má rekja til ársins 1996 þegar bókverkasýning [https://boewoe.home.xs4all.nl/index.htm Boekie Woekie] var sett upp um sumarið, sem hluti af listahátíðinni [[Á Seyði]]. Til sýnis voru verk eftir Dieter Roth, Henriettu Van Egten, Rúnu Þorkellsdóttir, Jan Voss ásamt fleirum.<ref>http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=128617&pageId=1857681&lang=is&q=Dieter%20Roth</ref> Sýningahald í sýningarsalnum hefur verið með mjög reglubundnum hætti frá árinu 2000, 4-6 sýningar á ári, og listinn yfir myndlistarmenn sem hafa sýnt í Skaftfelli hleypur á hundruðum. Sýningadagskrá Skaftfells hefur ávallt verið vönduð og áhugaverð blanda af samtímalist og hefðbundnari listsýningum, ýmist eftir innlenda eða erlenda listamenn af öllum stærðum og gerðum. Yfir 60 sýningar hafa verið haldnar í sýningarsalnum með alþjóðlegum og innlendum listamönnum í samstarfi við fjölmarga aðila: [[Listasafn Íslands]], [[Listasafn Reykjavíkur]], [[Nýlistasafnið]], [http://i8.is Gallerí i8], [http://www.dieter-roth-foundation.com Dieter Roth Foundation], [http://www.hauserwirth.com Hauser & Wirth], [[Hafnarborg]] ofl. Á árunum 2003-2013 var einnig starfrækt galleríið ''Vesturveggurinn'' í Bistrói Skaftfells. Þar var lögð áhersla á yngri kynslóð myndlistamanna og stuttar, en kraftmiklar sýningar sem laga sig að annarri starfsemi í Bistróinu. Frá árinu 2008 hefur Skaftfell einnig haft yfir að ráða verkefnarýminu ''Bókabúðinni'', en þar eru haldnar sýningar á vegum gestalistamanna og annarra í bland við námskeið og aðrar uppákomur.
 
==== Gestavinnustofur ====
Skaftfell hefur rekið gestavinnustofu frá því 2001. Tilgangurinn er veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar og stuðla að samtali við alþjóðlega listheiminn. Í dag eru reknar þrjár vinnustofur og dvelja þrír gestalistamenn í einu, í 1-6 mánuði í senn, og þeir fá sérfræðiaðstoð og ráðgjöf við framkvæmd verkefna sinna. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári og valnefnd er skipuð til að fara yfir umsóknirnar. Alls dvöldu 29 listamenn árið 2013 og tæplega 200 umsóknir bárust fyrir árið 2014. Skaftfell hefur síðan 2010 fengið árlega fengið styrk frá [[Norræna menningargáttin|Norrænu Menningargáttina]] til að bjóða tveimur til fjórum listamönnum gestavinnustofudvöl með styrk. Auk þess hefur [https://www.goethe.de/ins/dk/da/index.html Goethe-Institute Danemark] styrkt listamenn til dvalar síðan árið 2014.
[[Mynd:Myndlistarfræðsla.jpg|thumb|Fræðslustarfsemi Skaftfells 2013. Ljósmynd Marie Dann]]
 
==== Fræðsla ====
Skaftfell sinnir fjölbreyttri listfræðslu og listkennslu á grunnskóla- og framhaldsstigi á fjórungsvísu. Tekið er á móti hópum í sýningarheimsóknir með leiðsögn, rekið sérbókasafn, boðið upp á fyrirlestra, námskeið, listamannaspjall og opnar vinnustofur. Einn veigamesti þáttur í fræðslustarfinu er að þróa fræðsluverkefni fyrir grunnskólanema Austurlands og hefur miðstöðin framleitt sjö verkefni síðan 2007. Auk þess hefur Skaftfell, í samstarfi við [[Dieter Roth Akademían|Dieter Roth Akademíuna]], [[Listaháskóli Íslands|Listaháskóla Íslands]] og [[Tækniminjasafn Austurlands]] haldið árlegt tveggja vikna námskeið fyrir þriðja árs nemendur í myndlistardeild LHÍ.
[[Mynd:Geirahús.jpg|alt=Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson. Ljósmyndari Sigurgeir Sigurjónsson|thumb|Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson. Ljósmyndari Sigurgeir Sigurjónsson]]
 
==== Geirahús ====
Alþýðulistamaðurinn Ásgeir Emilsson bjó og starfaði á Seyðisfirði. Við andlát hans 1999 var Skaftfelli falið það mikilvæga hlutverk að annast um afrakstur ævistarfs hans og minningu. Heimili Geira, eins og hann var alltaf kallaður, er í umsjón Skaftfells og til sýnis fyrir gesti. Auk þess að hafa gefið út rit um æfi og verk Ásgeirs Emilssonar vinnur Skaftfell að því að gera endurbætur á heimili hans og koma því þannig fyrir að safnið, og minning Geira, verði aðgengilegra almenningi.
[[Mynd:Skaftfell Bistró.jpg|thumb|Skaftfell Bistró, Austurvegi 42. Ljósmynd Paula Prats]]
 
==== Bistróið ====
Bistró Skaftfells er hannað af Birni Roth, syni Dieters, með uppáhalds Bistró Dieters í huga. Í Bistróinu má líta ýmsa hönnun í anda vinnustofu feðganna Björns og Dieters Roth. Auk góðra veitinga og notalegs andrúmslofts má finna í Bistróinu gott bókasafn þar sem ber að líta mörg bókverk Dieters, sem eru vart aðgengileg annarsstaðar. Bókasafnið er sívaxandi og geymir mikið af bókverkum, sýningaskrám, listaverkabókum og aðrar bókmenntir eftir, og um, listamenn tengda Skaftfelli.
[[Mynd:Tvísöngur.jpg|thumb|Tvísöngur eftir Lukas Kuhne. Ljósmynd Goddur]]
 
==== Tvísöngur ====
[https://www.youtube.com/embed/Nb353uhnmy0 Tvísöngur] er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið er staðsett í í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað og var formlega opnað almenningi 5. september 2012. Byggingarefni Tvísöngs er járnbundin steinsteypa. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Tvísöngur er öllum opinn. Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni yfir fjörðinn. Verkið býður upp á hljóðræna upplifun sem virkja má til söngs og hljóðtilrauna einstaklinga og hópa í einveru, í samsöng, til eigin yndisauka eða fyrir áheyrendur.
 
==== Alþjóðlegt samstarf ====
Skaftfell hefur tekið þátt í nokkrum alþjóðlegum verkefnum. Ber þar helst að nefna [http://remotenet.nidacolony.lt/about-the-network/ Baltic-Nordic Network of Remote Art & Residency Centres] 2011-2012, [http://frontiersinretreat.tumblr.com Frontiers in Retreat] 2013-2018, [http://www.nidacolony.lt/en/residence/curated-residencies/climbing-invisible-structures Climbing Invisible Structures] 2015-2016, [http://videostream.ro Artists as Agents of Institutional Exchange] 2015-2016 og [http://frontiers-of-solitude.org Frontiers of Solitude] 2015-2016.
 
==== Útgáfa ====
Skaftfell hefur gefið út nokkrar sýningarskrár: Geiri – Líf og list Ásgeirs Emilssonar, 2010, Fjallahringur Seyðisfjarðar – Garðar Eymundsson, 2009, Fossar í firði – Birgir Andrésson og Magnús Reynir, 2001, Allir í bátana – ýmsir listamenn, 2001.
 
=== Tenglar ===
[http://skaftfell.is Skaftfell]
[http://sfk.is Seyðisfjarðarkaupstaður]