„Guðfinna Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m WPCleaner v1.39b - Fixed using Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia (Fyrirsagnir byrja með þremur "=")
 
Lína 1:
'''Guðfinna Jónsdóttir''' (f. [[1899]] að [[Arnarvatn (Mývatnssveit)|Arnarvatn]]i í [[Mývatnssveit]] - d. [[1946]]) var íslenskt ljóðskáld. Þegar hún var sjö ára flutti hún ásamt fjölskyldu sinni að Hömrum í [[Reykjadalur|Reykjadal]], bæinn sem hún kenndi sig við eftir að hún tók að birta [[ljóð]] sín. Fyrstu kvæði hennar sem vöktu athygli komu út í safnritinu ''Þingeysk ljóð'' árið [[1940]]. Árið eftir kom fyrsta ljóðabók hennar út en árið [[1945]] sendi hún frá sér aðra ljóðabók. Þessar bækur voru ''Ljóð'' sem kom út [[1941]] en sú seinni hlaut heitið ''Ný ljóð''. Ári eftir útkomu seinni bókarinnar, eða [[1946]], lést Guðfinna á [[Kristneshæli]] af völdum tæringar ([[berklar|berkla]]). Úrval ljóða skáldkonunnar frá Hömrum kom út [[1972]] og heitir ''Ljóðabók''. [[Kristján Karlsson]] valdi ljóðin í þá útgáfu og skrifaði inngang að henni.
 
=== Skáldferill ===
Guðfinna var komin yfir fertugt þegar hún tók að birta ljóð sín. Framan af ævi hafði önnur listgrein átt hug hennar allan en það var tónlistin. Guðfinna lærði snemma á [[orgel]] og var meðal annars í læri hjá [[Sigfús Einarsson|Sigfúsi Einarssyni]] og [[Páll Ísólfsson|Páli Ísólfssyni]]. Hún var talin í hópi fremstu orgelleikara landsins og kenndi söng og orgelleik bæði á [[Laugar|Laugum]] og á [[Húsavík (Skjálfanda)|Húsavík]] um skeið.