„Mæðrastyrksnefnd“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
umorðun
Gunnarkr (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur''' var stofnuð [[20. apríl]] [[1928]] en þá komu saman 22 konur, fulltrúar frá 10 [[kvenfélag|kvenfélögum]], á fund að [[Kirkjutorg 4|Kirkjutorgi 4]] í [[Reykjavík]]. Félögin voru: [[Kvenréttindafélag Íslands]], [[Bandalag kvenna]], [[Félag íslenskra hjúkrunarkvenna]], [[Hvítabandið]], eldri og yngri deild, [[Hið íslenska kvenfélag]], [[Lestrarfélag kvenna]], [[Kvenfélagið Hringurinn]], [[Thorvaldsensfélagið]] og [[Verkakvennafélagið Framsókn]]. Einnig sátu fundinn fulltrúar [[Barnavinafélagið Sumargjöf|Barnavinafélagsins Sumargjafar]] og [[Hjúkrunarfélagsins Líknar]].
 
Þann [[27. febrúar]] [[1928]] varð [[sjóslys]] þegar togarinn [[Jón forseti (togari)|Jón forseti]] strandaði við [[Stafnes]] en í því slysi drukknuðu 15 skipverjar og var félagið stofnað til að koma að koma [[ekkja|ekkjum]] og föðurlausum börnum til hjálpar. [[Laufey Valdimarsdóttir]] var kjörin formaður og sama vor opnaði nefndin skrifstofu í húsi [[Guðspekifélagið|Guðspekifélagsins]] í Reykjavík. [[Auður Auðuns]] starfaði í mörg ár fyrir félagið.