„Jarðvegur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kat9988 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
== Íslenskur jarðvegur ==
Íslenskur jarðvegur er ríkur af [[gjóska|eldfjallaösku]] og kallast hann eldfjallajörð eða ''Andosol'', en slíkur jarðvegur finnst eingöngu á [[eldvirkni|eldvirkum svæðum]] [[Jörðin|jarðar]] og er því illa samanburðarhæfur við jarðveg [[meginland]]anna. Íslenskur jarðvegur hefur sérstaka eiginleika sem hafa t.a.m. áhrif á hvernig hann [[rof]]nar. Hann hefur litla [[samloðun]], en getur gleypt í sig mikið magn af vatni. Þessi eiginleiki magnar upp [[frostverkun]], sem veldur [[jarðskrið]]i, og [[skriðufall|skriðuföllum]] auk myndunar [[ísnál]]a og [[þúfnalandslag]]s. Lítil samloðun jarðvegsins gerir hann viðkvæman gagnvart [[regndropi|regndropum]] sem skella á honum og rennandi vatni, sérstaklega þegar jarðvegurinn er þegar mettaður af vatni. Jarðvegurinn er yfirmettaður á veturna og á vorin þegar [[frost|frosið]] lag kemur í veg fyrir brottrennsli vatnsins. Vindrof eykst einnig vegna lítillar samloðunnar, uppsöfnunar agna af siltstærð, og lítillar [[eðlisþyngd]]ar jarðvegsagnanna. Sérstaklega grófra gjóskukorna (1 g/cm3).
 
== Tengill ==
* [http://landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/0/eb9dca78d32954c900256e3500337e56?OpenDocument Hið íslenska jarðvegsauðlind (2004)]
 
[[Flokkur:Jarðfræði]]