„Reykir (Reykjaströnd)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 1:
'''Reykir''' eru eyðibýli á [[Reykjaströnd]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], ysti bærinn á Ströndinni. Mjótt nes teygist til norðurs frá bænum og kallast það Reykjadiskur.
 
Í landi Reykja er [[Glerhallavík]] undir [[Tindastóll|Tindastóli]]. Þar var áður mikið af glerhöllum, hvítum kvartssteinum sem slípast höfðu í fjörunni en nú eru þeir að mestu horfnir þvi fólk hefur hirt þá þrátt fyrir bann. Í SandfellsöxlSandfelli í landi Reykja var eitt sinn [[silfurberg]]snáma.
 
Á Reykjum er nokkur [[jarðhiti]] eins og nafnið bendir til og þar fór [[Grettir sterki|Grettir Ásmundsson]] að sögn í laug rétt ofan við fjöruborðið og hlýjaði sér eftir [[Drangey]]jarsund sitt. Laug var þar sem kölluð var [[Grettislaug]] en árið [[1934]] eyðilagðist hún í hafróti og hvarf, en mjög hvasst og brimasamt getur orðið á Reykjum. Árið [[1992]] var hún svo endurgerð og hlaðinn skjólveggur við hana og hefur síðan verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þar rétt hjá er lítil höfn og þaðan er farið í Drangeyjarsiglingar.