„Atlantshaf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 8:
Atlantshafið tekur við gríðarlega miklu magni vatns frá meginlöndunum því mörg helstu fljót heims renna til þess, eins og [[Lawrencefljót]], [[Mississippi]], [[Amasónfljót]], [[Kongófljót]], [[Nígerfljót]], [[Rín]] og fleiri.
 
== LandslagHafsbotn ==
[[Hafsbotn]] Atlantshafsins einkennist helst af [[Atlantshafshryggurinn|Atlantshafshryggnum]] en hann liggur frá norðri til suðurs eftir hafinu endilöngu og nær yfir þriðjung botnsvæðisins. Sum staðar er hryggurinn ofansjávar en eyjarnar [[Asóreyjar]], [[Ascension-eyja]], [[Sankti Helena]], [[Tristan da Cunha]], [[Gough]] og [[Bouvet-eyja]] eru allt eldfjallaeyjar sem rísa upp frá hryggnum. [[Ísland]] er einnig á hryggnum en það er á hæsta punkti hans og fyrir miðju. Austan og vestan megin við hrygginn eru 3.600-5.500 metra djúp hafsvæði en hluti botnsins er fjalllendur á meðan aðrir hlutar eru sléttir. Eftir því sem farið er nær meginlöndunum er botninn hæðóttari með bratta upp á landgrunn. Botn Atlantshafsins er að mestu þakinn kalkkenndu seti en ef farið er dýpra en 5.000 metra þá er rautt leirkennt efni gjarnan ríkjandi. Mest ber á lífrænu seti [[skeldýr|skeldýr]]a á neðansjávarhryggnum. [[Kísilgúr]]set er mest á syðstu breiddargráðunum. Um 2/5 hlutar botnsins eru þaktir kalkkenndum örsmáum skeldýrum. [[Sandur]] þekur um fjórðung botnsins og afgangurinn er þakinn grjóti, möl og skeljum.
Fíngert efni berst gjarnan með aflandsvindum frá eyðimerkursvæðum við vesturströnd [[Afríka|Afríku]]. Á [[norðurslóðir|norðurslóðum]] er hins vegar talsvert af stóru og smáu grjóti sem [[borgarísjaki|borgarísjakar]] bera með sér.<ref>http://www.nat.is/heimshofin/atlantshaf_I.htm</ref>