„Atlantshaf“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Elsta heimild um nafnið Atlantshaf eru ''[[Sögur Heródótosar]]'' frá því um 450 f.Kr. þar sem talað er um Ἀτλαντὶς θάλασσα (''Atlantis þalassa'') eða „haf [[Atlas]]s“. Suður-Atlantshaf hefur verið kallað Eþíópíuhaf (dregið af nafni [[Eþíópía|Eþíópíu]]) allt fram á miðja 19. öld<ref>{{bókaheimild|höfundur=George Ripley|höfundur2=Charles Anderson Dana|titill=The American cyclopaedia: a popular dictionary of general knowledge|slóð=https://books.google.com/books?id=ROQXAQAAIAAJ&pg=PA69|ár=1873|útgefandi=Appleton|bls=69–}}</ref>. Áður en Evrópubúar kynntust öðrum úthöfum jarðarinnar var orðið „úthaf“ einfaldlega notað um hafið handan við [[Gíbraltarsund]]. [[Grikkland hið forna|Forn-Grikkir]] töldu þetta haf vera stórfljót sem rynni umhverfis heiminn.
 
Atlantshafið greinist frá Norður-Íshafi með línu sem liggur frá [[Grænland|Grænlandi]], um [[Ísland]] og [[Svalbarði|Svalbarða]] að [[Noregur|Noregi]]{{heimild vantar}} og Suður Íshafinu við 65.[[breiddargráða|breiddargráðu]] suður. Flatarmál hafsins er 82.440 km² án innhafanna en ef öll innhöf, [[flói|flóar]] og strandhöf eru talin með er flatarmálið 106.460.000 km² eða 22% af flatarmáli jarðar. Helstu innhöf, flóar og sund Atlantshafsins eru t.d. [[Karíbahaf]], [[Mexíkóflói]], [[Lawrenceflói]], [[Miðjarðarhaf]], [[Svartahaf]], [[Norðursjór]], [[Grænlandshaf]], [[Noregshaf]] og [[Eystrasalt]]. Meðaldýpi hafsins er 3.339 metrar (með innhöfum)<ref>Amanda Briney, {{vefheimild|url=http://geography.about.com/od/locateplacesworldwide/tp/fiveoceans.htm |titill = Geography of the World's Oceans |útgefandi= About Education | skoðað=22.5.2015}}</ref> en mesta dýpi er 8.380 metrar við [[Púertó Ríkó]]-álinn sem er norðan við eyjuna.
 
Atlantshafið tekur við gríðarlega miklu magni vatns frá meginlöndunum því mörg helstu fljót heims renna til þess, eins og [[Lawrencefljót]], [[Mississippi]], [[Amasónfljót]], [[Kongófljót]], [[Nígerfljót]], [[Rín]] og fleiri.