Munur á milli breytinga „Davíð Oddsson“

103 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
Þann 7. október 2008 kom Davíð fram í viðtali í [[Kastljós]]i [[RÚV]]. Þar kom fram að hann teldi íslensku krónuna eiga góða möguleika á að rétta úr kútnum í þeim ólgusjó sem hún væri í um þær mundir. Hann talaði um þá sem hann kallaði „óreiðumenn“ sem íslenska ríkið gæti ekki borgað skuldir fyrir. Davíð sagði það gott að eiga góða vini í [[Rússland]]i og sá enga meinbugi á því að taka risalán hjá Rússum til að styrkja [[gjaldeyrisforði|gjaldeyrisforðann]]. Hann hélt því skýrt fram að íslenska þjóðin myndi ekki borga erlendu skuldir bankanna. Hann taldi mögulegt að skilja að innlendar og erlendar [[skuld]]ir íslensku [[banki|bankanna]] og greiða aðeins 5 til 15 % af erlendu kröfunum, svipað og [[BNA|Bandaríkjamenn]] hefðu gert þegar bandaríski bankininn [[Washington Mutual]] fór í þrot.
 
<!--
Til marks um það traust sem Davíð hefur notið, má nefna að hann var sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar sögðust treysta best til þess að leiða sig út úr kreppunni í [http://www.vb.is/frettir/3897/ könnun] sem [[Viðskiptablaðið]] lét gera fyrir sig í október 2009, rúmu ári eftir hrunið.<ref>[http://www.vb.is/frettir/3897/] 29. október 2009</ref>
Þessi skoðanakönnun sem vitnað er í er ekki endilega í lagi, sbr. umræður á spjalli.
 
Til marks um það traust sem Davíð hefur notið, má nefna að hann var sá stjórnmálaleiðtogi sem Íslendingar sögðust treysta best til þess að leiða sig út úr kreppunni í [http://www.vb.is/frettir/3897/ könnun] sem [[Viðskiptablaðið]] lét gera fyrir sig í október 2009, rúmu ári eftir hrunið.<ref>[http://www.vb.is/frettir/3897/] 29. október 2009</ref>-->
 
Til marks um öndverð sjónarmið má nefna að tímaritið Times nefndi Davíð á lista yfir 25 einstaklinga á alþjóðavettvangi sem bera mesta ábyrgð á efnahagshruninu.<ref>[http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1877351_1877350_1877340,00.html 25 People to Blame for the Financial Crisis - Davíð Oddsson]</ref>
11.619

breytingar