„Egyptaland hið forna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata) - The interwiki article is not good
m bæti við gamlan stubb
Lína 2:
'''Egyptaland hið forna''' vísar til hinnar fornu [[siðmenning]]ar sem þróaðist á bökkum [[Níl]]arfljóts í Norðaustur-[[Afríka|Afríku]] og náði hvað mestri útbreiðslu á [[2. árþúsundið f.Kr.|2. árþúsundinu f.Kr.]] á tímabili sem er kallað [[Nýja ríkið]]. Ríkið náði frá [[Nílarósar|Nílarósum]] í norðri allt suður að [[Jebel Barkal]] við [[fjórðu flúðirnar]] í Níl. Á vissum tímum náði veldi Egypta yfir suðurhluta þess sem kallað hefur verið [[Austurlönd nær]], strönd [[Rauðahaf]]s, [[Sínaískagi|Sínaískaga]] og [[Vestureyðimörkin]]a (sem nú skiptist milli [[Egyptaland]]s og [[Líbýa|Líbýu]], aðallega kringum [[vin]]jarnar).
 
Menning Forn-Egypta stóð í um þrjú og hálft árþúsund. Hún hófst með sameiningu ríkjanna í Nílardal um [[3150 f.Kr.]] og er venjulega talin hafa liðið undir lok þegar [[Rómaveldi]] lagði ríkið undir sig árið [[3130 f.Kr.]] sem varð upphafið að gagngerum breytingum í stjórnkerfi og trúarbrögðum landsins. Sögu Egyptalands hins forna er skipt í þrjú megintímabil og þrjú millitímabil sem talin eru hafa einkennst af óstöðugleika í stjórn landsins: [[Gamla ríkið]], [[Fyrsta millitímabilið]], [[Miðríkið]], [[Annað millitímabilið]], [[Nýja ríkið]] og [[Þriðja millitímabilið]]. Eftir Þriðja millitímabilið tók [[Síðtímabilið]] við þegar [[Akkamenídaríkið]] lagði landið undir sig. Því lauk með landvinningum [[Alexander mikli|Alexanders mikla]] en þá tóku grískættaðir [[Ptólemajar]] við völdum í Egyptalandi. Rómverjar, undir stjórn [[Ágústus|Octavíanusar]], lögðu Egyptaland Ptólemaja undir sig 30 f.Kr. og gerðu það að [[Aegyptus (rómverskt skattland)|rómversku skattlandi]].
 
Undirstaða ríkisins var frjósemi [[Níl]]ardalsins sem stafaði af reglulegum flóðum í ánni. Bygging [[áveita]] og umframframleiðsla sem þær gerðu mögulega var ein orsök þess að til varð háþróað samfélag með ríkistrúarbrögðum, [[híeróglýfur|ritmáli]], verslun og her. [[Stjórnsýsla]] var í höndum [[skrifari|skrifara]], [[prestur|presta]] og [[landstjóri|landstjóra]] en efstur sat konungurinn, [[faraó]], sem talinn var guðaættar í hinum margslungnu [[fornegypsk trúarbrögð|fornegypsku trúarbrögðum]].
 
Íburðamikil [[hof]], [[grafhýsi]] og minnismerki úr steini eru meðal þess sem einkennir menningu Forn-Egypta og bera vitni um þróaða [[steinsmíði]] og [[verkfræði]]. Forn-Egyptar þróuðu líka [[stærðfræði]], einfalda og áhrifaríka [[læknisfræði]], áveitukerfi og jarðyrkjuaðferðir, fyrstu plankabátana svo vitað sé, aðferðir til að gljá leir, nýjar bókmenntagreinar og elsta þekkta [[friðarsamningur|friðarsamninginn]] við [[Hittítar|Hittíta]], frá 1259 f.Kr. Fornegypsk menning hefur haft víðtæk áhrif um allan heim. Trúarbrögð Forn-Egypta, byggingarlist og myndlist höfðu mikil áhrif á bæði Grikki og Rómverja, og hin stóru minnismerki, hofbyggingar og píramídar hafa verið mönnum innblástur fram á okkar daga. [[Fornleifafræði|Fornleifarannsóknir]] og ráðning ritmáls Forn-Egypta um aldamótin 1800 veittu nýja innsýn í þennan menningarheim. [[Egypsk fræði]] fást við rannsóknir á sögu og menningu Forn-Egypta.
 
{{commonscat|Ancient Egypt|Egyptalandi hinu forna}}