„Rostungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 82.148.66.252 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bragi H
Lína 70:
Rostungar eru nú á tímum sjaldgæfir flækingar við Íslandsstrendur. Talsverðar beinaleifar rostunga hafa þó fundist á Íslandi, einkum á [[Vesturland]]i. Það er því sýnt að rostungar hafi verið tíðir flækingar við strendur Íslands allt fram á 19. öld en aðallega á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]], [[Snæfellsnes]]i og sunnanverðum [[Faxaflói|Faxaflóa]].
 
Engar ritaðar heimildir eru til um rostunga eða rostungaveiðar á [[landnámsöld]]. Komur rostunga hingað verða síðan aðeins til sem frásagnir af undantekningum. Hins vegar eru allnokkur [[örnefni]] sem benda til þessa að rostungar hafi ekki verið mjög sjaldgæf sjón hér við land fyrr á öldum. Rostungur var í upphafi Íslandsbyggðar nefndur rosmhvalur og eru ''[[Romshvalanes]]'' (eða ''[[Rosmhvalanes]]'') á fleiri en einum stað, þar að auki nokkur ''[[Hvallátur]]'' og ''[[Urthvalafjörður]]'' sem talið er að eigi við rostunga en ekki hvali.<ref>Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði?“. Vísindavefurinn 30.3.2005. http://visindavefur.is/?id=4861 (Skoðað 26.3.2007).</ref>
 
== Rosmhvalir í fornsögum Íslendinga ==