1.706
breytingar
(Mígindi) |
|||
Menn hafa um aldir lagt leið sína fyrir Múlann um tæpar götur þar sem erfiðir farartálmar voru í veginum svo sem Stóragjá, Tófugjá og Flagið. Upp úr 1960 var gerður bílfær vegur fyrir Múlann og þar með komst Ólafsfjörður í bílsamband við aðrar byggðir Eyjafjarðar. Yst í Múlanum lá vegurinn í 230 m hæð yfir þverhníptum björgum. Þar er Planið svokallaða, góður útsýnisstaður þaðan sem sést yfir Ólafsfjörð, inn Eyjafjörð, út til [[Grímsey]]jar og langt norður í [[Ballarhaf]]. Á fáum stöðum nýtur [[miðnætursól]] sín betur en séð frá Planinu. Vegurinn þótti hálfgerð glæfraleið eins og göturnar gömlu. Árið 1991 voru vígð jarðgöng gegn um Múlann, [[Ólafsfjarðargöng]], þá lagðist vegurinn fyrir Múlann af en er nú notaður sem gönguleið.
==Mígindi==
Rétt áður en komið er að Ólafsfjarðargöngum Dalvíkurmegin er ekið yfir stóran læk sem kemur í smáfossum niður hlíðina og fellur síðan í sjó, fram af háum hömrum í fallegum fossi.
== Ólafsfjarðarmúli í bókmenntum==
Í sjávarhömrum Múlans hjá Tófugjá er [[Hálfdanarhurð]] sem þjóðsagan segir að sé fyrir helli miklum þar sem tröll búa. Hurðin er berggangur úr brúnleitu basalti og sker sig vel frá dökkum klettunum í kring. Um Ólafsfjarðarmúla kvað [[Jón Helgason]] í kvæðinu „Áföngum“: „Ærið er bratt við Ólafsfjörð [...]“.
==Heimildir==
Kristmundur Bjarnason 1978. Saga Dalvíkur I
[[Flokkur:Dalvíkurbyggð]]
[[Flokkur:Fjöll á Íslandi]]
|
breytingar