Munur á milli breytinga „Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld“

Hvalveiðifélag frá Noregi, byggði hvalstöð á Höfðaödda í [[Dýrafjörður|Dýrafirði]] árið 1893 og endurnefndu þeir svæðið Framnes. Flutti félagið starfsemi sína til [[Mjóifjörður (Austfjörðum)|Mjóafjarðar]] á Austurlandi árið 1903.<ref>Trausti Einarsson. (1987). ''Hvalveiðar við Ísland 1600-1939'', bls. 54.</ref>
 
Túnið á Höfðaodda var sléttað í byrjun 20. aldar og sökum þess var svæðið talsvert raskað áður en fornleifaskráning fór þar fram. Engu að síður tókst að skrá nokkrar minjar eftir norsku hvalveiðimennina eins og ruslahaugruslahauga með fram austur hlið tangans.<ref>Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 11-13.</ref>
 
Engin mannvirki eða bátar voru skráð neðansjávar en vestan við tangann var nokkuð um gripi, til að mynda steinkol. Ekki var hægt að skrá austan megin við tangann vegna of mikils sjávargróðurs sem hamlaði sýn. Hugsanlegt er þó að gripir kunni að vera á því svæði.<ref name=":6">Gylfi Björn Helgason. (2015). ''Hvalveiðar Norðmanna við Vestfirði á 19. öld'', bls. 24-25.</ref>
584

breytingar